Segir Evrópu hafa breyst og kallar eftir samstöðu 18. október 2008 15:00 MYND/GVA Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, gerir ekki athugasemdir við að áhugahópur innan flokksins um Evrópumál hafi látið gera skoðanakönnun á fylgi við Evrópusambandsaðild og segir frelsi í flokknum. Hann telur hins vegar að við núverandi aðstæður hugsi menn fyrst og fremst um það hvernig íslensk þjóð muni bjarga sér. Fram kom í Fréttablaðinu í dag að samkvæmt könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir áhugahóp um Evrópumál í Framsóknarflokknum séu um 50 prósent þjóðarinnar hlynnt Evrópusamanbandsaðild og þá eru 70 prósent hlynnt því að efna til þjóaðratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður. Meirihluti er fyrir atkvæðagreiðslu í öllum flokkum samkvæmt könnun Gallups. „Þessi hópur hefur sitt frelsi og hefur lagt þessar upplýsingar fram og ég geri ekki athugasemdir við það," segir Guðni. Hann telur að það hafi ríkt nokkur samstaða um þau vinnubrögð sem hann hafi beitt sér fyrir sem formaður um að sætta og ræða ólík sjónarmið í flokknum, þar á meðal í Evrópumálum. Flokkurinn hafi þegar skilað skýrslu um gjaldmiðilsmál og fram undan sé ráðstefna um það hvernig standa beri að þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild og hverju þurfi að breyta í stjórnarskránni. „En veðrið hefur breyst og menn horfa nú til þess hvernig íslensk þjóð eigi að bjarga sér" segir Guðni og vísar til skyndilegra breytinga á efnahagsmálum þjóðarinnar með falli bankanna. „Mér sýnist sem það séu tvær fylkingar í landinu varðandi ESB. Önnur telur það brýnt að sækja um aðild en hin fráleittt," segir Guðni enn fremur og segir skiptar skoðanir innan allra flokka. „Ég held að menn telji það mikilvægast nú að finna okkur stað í framtíðinni. Evrópa hefur breyst og allur heimurinn er breyttur eftir atburði síðustu vikna og hann mun hugsa allt öðruvísi en áður," segir Guðni enn fremur og bætir við: „Nú kalla allir skynsamir menn á samstöðu og björgunaraðgerðir svo við missum ekki af framtíðinni." Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Sjá meira
Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, gerir ekki athugasemdir við að áhugahópur innan flokksins um Evrópumál hafi látið gera skoðanakönnun á fylgi við Evrópusambandsaðild og segir frelsi í flokknum. Hann telur hins vegar að við núverandi aðstæður hugsi menn fyrst og fremst um það hvernig íslensk þjóð muni bjarga sér. Fram kom í Fréttablaðinu í dag að samkvæmt könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir áhugahóp um Evrópumál í Framsóknarflokknum séu um 50 prósent þjóðarinnar hlynnt Evrópusamanbandsaðild og þá eru 70 prósent hlynnt því að efna til þjóaðratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður. Meirihluti er fyrir atkvæðagreiðslu í öllum flokkum samkvæmt könnun Gallups. „Þessi hópur hefur sitt frelsi og hefur lagt þessar upplýsingar fram og ég geri ekki athugasemdir við það," segir Guðni. Hann telur að það hafi ríkt nokkur samstaða um þau vinnubrögð sem hann hafi beitt sér fyrir sem formaður um að sætta og ræða ólík sjónarmið í flokknum, þar á meðal í Evrópumálum. Flokkurinn hafi þegar skilað skýrslu um gjaldmiðilsmál og fram undan sé ráðstefna um það hvernig standa beri að þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild og hverju þurfi að breyta í stjórnarskránni. „En veðrið hefur breyst og menn horfa nú til þess hvernig íslensk þjóð eigi að bjarga sér" segir Guðni og vísar til skyndilegra breytinga á efnahagsmálum þjóðarinnar með falli bankanna. „Mér sýnist sem það séu tvær fylkingar í landinu varðandi ESB. Önnur telur það brýnt að sækja um aðild en hin fráleittt," segir Guðni enn fremur og segir skiptar skoðanir innan allra flokka. „Ég held að menn telji það mikilvægast nú að finna okkur stað í framtíðinni. Evrópa hefur breyst og allur heimurinn er breyttur eftir atburði síðustu vikna og hann mun hugsa allt öðruvísi en áður," segir Guðni enn fremur og bætir við: „Nú kalla allir skynsamir menn á samstöðu og björgunaraðgerðir svo við missum ekki af framtíðinni."
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Sjá meira