Innlent

Dr. Páli Þórðarsyni veitt verðlaun í Ástralíu

Sydney.
Sydney.

Doktor Páll Þórðarson, dósent og efnafræðingur við New South Wales háskólann í Sydney í Ástralíu, hlaut í morgun hvatningarverðlaun fyrir unga vísindamenn, við hátíðlega athöfn í fylkisþinghúsinu, að viðstöddum fylkisstjóranum og ráðherra.

Þessi 37 ára Vopnfirðingur fær viðurkenninguna fyrir rannsóknir á sviði sjáfsamsettrra efna og nanótækni, sem hafa notagildi fyrir lyfjaframleiðslu, sérstaklega gegn krabbameini.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×