Norskur rithöfundur drepur sóknarprestinn í Reykholti 23. október 2008 06:00 Tom Egeland aflaði sér efniviðar í bókina Verðir sáttmálans á Íslandi, en þar er presti drekkt í Snorralaug og minnir persónan óneitanlega mjög á Geir Waage, sóknarprest í Reykholti sem sést hér til vinstri. Af og frá er að telja þetta kaldar kveðjur frá norska rithöfundinum sem naut leiðsagnar hans um Reykholt. „Jú, jú, það er engin tilviljun að séra Magnús er með grátt hár, gleraugu og geithafursskegg. Og er forfallinn áhugamaður um Snorra,“ segir norski rithöfundurinn Tom Egeland. Út er komin bókin „Verðir sáttmálans“ eftir Tom Egeland, norska rithöfundinn sem sló í gegn með bók sinni „Við enda hringsins“. Þegar hún kom út á íslensku fyrir um þremur árum kom Egeland til Íslands, bæði til að fylgja bókinni eftir sem og að afla sér efniviðar í næstu bók sína. Egeland segir enda Ísland, sögu landsins og umhverfi, leika stórt hlutverk í „Vörðum sáttmálans“. Egeland sótti meðal annars Reykholt heim og naut leiðsagnar sóknarprestsins að Reykholti, séra Geirs Waage, dagstund. Geir sýndi Egeland og konu hans safn sem er að Reykholti, Snorralaug og húsakynni auk fornra handrita sem Geir á í eigu sinni. Í nýju bókinni, og er þar vísað til ársins 2007, finnst sóknarpresturinn Magnús dáinn í Snorralaug. Honum hefur verið drekkt: „Séra Magnús er dáinn. Hann flýtur á grúfu, líkt og hann hafi dregið djúpt andann og sé að skoða eitthvað á botni laugarinnar. Sítt hárið myndar gráan geislabaug í vatninu. Hvítar hendurnar fljóta í gáruðu vatnsborðinu,“ segir í bókinni. Ekki er þó hin minnsta ástæða til að ætla þetta kaldar kveðjur norska rithöfundarins til sóknarprestins að Reykholti. Þvert á móti lýkur Tom Egeland miklu lofsorði á Geir og segir aðstoð hans við ritun bókarinnar ómetanlega. „Ef þú spyrð hvort „Geir Waage“ sé sá hinn sami og „séra Magnús“ þá er svarið bæði já og nei. Augljóslega varð ég fyrir áhrifum þegar ég hitti Geir Waage og ég setti ýmislegt úr fari hans í persónusköpunina, sérstaklega útlit og áhuga hans á Snorra, en ég myndi aldrei nota raunverulegan mann beint sem fyrirmynd persónu í sögum mínum. Til dæmis er séra Magnús með beinagrindur í skápum sínum og mér myndi aldrei detta í hug að gefa til kynna að Geir Waage væri með neitt slíkt í sínum skápum – það væri mjög ósanngjarnt gagnvart Geir,“ segir Egeland. Norski rithöfundurinn segir norsku þjóðina fylgjast grannt með gangi mála í þeim efnahagslega ólgusjó sem Ísland gengur nú í gegnum. Tom Egeland, sem er einkar viðræðugóður, segist vissulega eiga eftir að sækja landið heim þó ekki sé nema sem ferðamaður. En það sé undir Forlaginu komið hvort hann komi til að fylgja útgáfu bókarinnar eftir. Ekki náðist í Geir Waage þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. jakob@frettabladid.is Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Innlit á Bessastaði Lífið Fleiri fréttir Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Jú, jú, það er engin tilviljun að séra Magnús er með grátt hár, gleraugu og geithafursskegg. Og er forfallinn áhugamaður um Snorra,“ segir norski rithöfundurinn Tom Egeland. Út er komin bókin „Verðir sáttmálans“ eftir Tom Egeland, norska rithöfundinn sem sló í gegn með bók sinni „Við enda hringsins“. Þegar hún kom út á íslensku fyrir um þremur árum kom Egeland til Íslands, bæði til að fylgja bókinni eftir sem og að afla sér efniviðar í næstu bók sína. Egeland segir enda Ísland, sögu landsins og umhverfi, leika stórt hlutverk í „Vörðum sáttmálans“. Egeland sótti meðal annars Reykholt heim og naut leiðsagnar sóknarprestsins að Reykholti, séra Geirs Waage, dagstund. Geir sýndi Egeland og konu hans safn sem er að Reykholti, Snorralaug og húsakynni auk fornra handrita sem Geir á í eigu sinni. Í nýju bókinni, og er þar vísað til ársins 2007, finnst sóknarpresturinn Magnús dáinn í Snorralaug. Honum hefur verið drekkt: „Séra Magnús er dáinn. Hann flýtur á grúfu, líkt og hann hafi dregið djúpt andann og sé að skoða eitthvað á botni laugarinnar. Sítt hárið myndar gráan geislabaug í vatninu. Hvítar hendurnar fljóta í gáruðu vatnsborðinu,“ segir í bókinni. Ekki er þó hin minnsta ástæða til að ætla þetta kaldar kveðjur norska rithöfundarins til sóknarprestins að Reykholti. Þvert á móti lýkur Tom Egeland miklu lofsorði á Geir og segir aðstoð hans við ritun bókarinnar ómetanlega. „Ef þú spyrð hvort „Geir Waage“ sé sá hinn sami og „séra Magnús“ þá er svarið bæði já og nei. Augljóslega varð ég fyrir áhrifum þegar ég hitti Geir Waage og ég setti ýmislegt úr fari hans í persónusköpunina, sérstaklega útlit og áhuga hans á Snorra, en ég myndi aldrei nota raunverulegan mann beint sem fyrirmynd persónu í sögum mínum. Til dæmis er séra Magnús með beinagrindur í skápum sínum og mér myndi aldrei detta í hug að gefa til kynna að Geir Waage væri með neitt slíkt í sínum skápum – það væri mjög ósanngjarnt gagnvart Geir,“ segir Egeland. Norski rithöfundurinn segir norsku þjóðina fylgjast grannt með gangi mála í þeim efnahagslega ólgusjó sem Ísland gengur nú í gegnum. Tom Egeland, sem er einkar viðræðugóður, segist vissulega eiga eftir að sækja landið heim þó ekki sé nema sem ferðamaður. En það sé undir Forlaginu komið hvort hann komi til að fylgja útgáfu bókarinnar eftir. Ekki náðist í Geir Waage þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. jakob@frettabladid.is
Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Innlit á Bessastaði Lífið Fleiri fréttir Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira