Viðskipti innlent

Aðeins ein kona í hópi 10 stjórnenda Kaupþings

Allir yfirmenn hins nýja Kaupþings sátu áður í stjórnunarstöðum í gamla bankanum. Af tíu stjórnendum er aðeins ein kona. Nýtt skipurit hins nýja Kaupþings banka var kynnt í gær. Allir yfirmenn hins nýja banka - fyrir utan nýráðinn bankastjóra - sátu áður í stjórnunarstöðum í gamla bankanum.

Um er ræða yfirmenn einstaklingssviðs, fyrirtækjasviðs, fyrirtækjaráðgjafar og eignastýringar svo fátt eitt sé nefnt.

Af tíu stjórnendum bankans er aðeins ein kona, Guðný Arna Sveinsdóttir. Sú staðreynd er algerlega á skjön við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar þar sem segir að stefnt skuli að því að jafna stöðu kvenna og karla í nefndum og stjórnunarstöðum á vegum ríkisins.

Þá fær bankastjórinn Finnur Svenbjörnsson, tvö hundruð þúsund krónur meira í laun á mánuði en Birna Einarsdóttir, bankastjóri Nýja Glitnis, sem þó stýrir stærri banka. Það er ennfremur á skjön við jafnréttisyfirlýsingu ríkistjórnarinnar um að minnka skuli óútskýrðan kynbundin launamun hjá ríkinu.

Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra sem og Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra, hafa gert athugasemdir við laun hinna nýju bankastjóra og telja þau vera of há.

Kaupþing tilkynnti í gær um uppsagnir eitt hundrað starfsmanna. Um 500 bankamenn hafa misst vinnuna á síðustu vikum.









Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×