Innlent

Umtalsverð stækkun á hrygningarstofni þorsks

Umtalsverð stækkun mælist á hrygingarstofni þorsks. Hafrannsóknaskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson eru nú bæði í leiðöngrum til að kanna ástand botnfiskstofna og bíða menn spenntir nánari fregna.

Þorskurinn er mikilvægasti nytjafiskur landsmanna og ástand hans hefur því afgerandi áhrif á lífskjör hérlendis, og enn meira eftir fall bankanna. Samkvæmt skýrslu Hafrannsóknarstofnunar frá því í sumar fór hrygningarstofn þorsks niður í sögulegt lágmark árið 1993, eða um 120 þúsund tonn en hefur stækkað frá þeim tíma og er nú talinn vera um 230 þúsund tonn.

Rannsóknaskipið Árni Friðiksson er nú í svokölluðu haustralli og Bjarni Sæmundsson er við stofnmælingu botnfiska og bíða menn nú spenntir að sjá hvaða niðurstöður fást um ástand þorsksins, og ekki síst hvort þær gefa tilefni til kvótaaukningar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×