Innlent

Stýrivaxtahækkun smjörklípa Davíðs?

Valgerður Sverrisdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins.
Valgerður Sverrisdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins.

,,Eftir að hafa horft á Kompásþáttinn frá í gærkvöldi opnuðust augu mín fyrir því að stýrivaxtahækkunin frá í morgun væri einhver snjallasta "smjörklípa" sem Davíð hefur kynnt á ferli sínum sem stjórnmálamaður. Hver er að tala um Icesave í dag?" segir Valgerður Sverrisdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, í pistli á heimasíðu sinni í dag og bætir við að hún geri sér grein fyrir að ekki skuli gantast með mál að þessari stærðargráðu.

Valgerður segir að hækkun stýrivaxta um sex prósentustig hafi miklar og erfiðar afleiðingar fyrir marga.

Þá lítur Valgerður á þá tilraun, sem hún segir að sé fram undan við að koma íslensku krónunni á flot og reyna að nota hana sem gjaldmiðil, síðustu tilraunina í þeim efnum. Mistakist sú tilraun sé ljóst að einhverjir verða kallaðir til ábyrgðar, að hennar mati.

,,Þar er ég að tala um þá stjórnmálamenn sem hafa barið hausnum við steininn í fjölda ára og reynt að halda því fram að allt tal um evru sé bull."

Pistil Valgerðar Sverrisdóttur hægt að nálgast hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×