Davíð ekki að íhuga að segja af sér - Krónan enn heppilegur gjaldmiðill 28. október 2008 11:42 Davíð Oddsson, formaður stjórnar Seðlabanka Íslands, segist ekki vera að íhuga að segja af sér sem seðlabankastjóri eins og farið hefur verið fram á í mótmælum að undanförnu. Þegar Davíð var spurður um þetta á blaðamannafundi í Seðlabankanum í morgun sagði hann mótmælin hefðu verið heldur fámenn. Það væri sjálfsagt farið að grána og guggna hjá honum úr því fleiri hefðu ekki mætt. Þá spurði hann fréttamann á móti hvort hann hefði íhugað að hætta í sínu starfi. Davíð er enn þeirrar skoðunar að krónan sé heppilegu gjaldmiðill fyrir Íslendinga til framtíðar. Hann sagði þó að hann skildi að menn hefðu efasemdir um gjaldmiðilinn og þá yrði að ræða það. Seðlabankinn myndi hins vegar ekki að vera í fararbroddi þeirrar umræðu. Stýrivextir erfiðir fyrir heimili og fyrirtæki Þá sagði seðlabankastjóri að hann væri ekki í vafa um 18 prósenta stýrivextir væru erfiðir fyrir heimili og fyrirtæki í landinu en afar þýðingarmikið væri að koma gjaldeyrisviðskiptum í eðlilegt horf sem væri ein af grunnþörfunum til þess að kerfið virkaði. Davíð var spurður út í þá ákvörðun Seðlabankans að hækka stýrivexti úr 12 prósentum í 18 í dag en aðeins eru um tvær vikur frá því að vextir voru lækkaðir um 3,5 prósentustig. Aðspurður hvort samráð hefði verið haft við ASÍ og Samtök atvinnulífsins um þetta sagði Davíð að haft hefði verið samráð við aðilana um vinnuna með Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Benti hann á að þessiar aðilar hefðu talað fyrir aðstoð sjóðsins. Afar þýðingarmikið að allir dragi vagninn í sömu átt Aðspurður hvort hann væri sammála þeirri ákvörðun að leita til IMF sagði Davíð að Seðlabankinn hefði sagt að það hafi verið ákvörðun ríkisstjórnarinnar að að ganga til samninga við sjóðinn og þá myndi bankinn fyljga því eftir. Afar þýðingarmikið væri að allir menn drægju vagninn í sömu átt. Þá sagði Davíð að með hækkun stýrivaxta væru minni líkur á áframhaldandi vantrausti á gjaldmiðilinn og að traust myndi vaxa á ný með tímanum. Benti hann á að þegar við hefðum misst 85 prósent af bankakerfinu mættu menn ekki vera hissa á að það hrikti í og reyndi á. Þá var Davíð spurður að því hvort sú ákvörðun stjórnvalda að taka Glitni yfir hefðu verið afdrifarík mistök. Hann taldi svo ekki vera en það hefði verið dapurleg staða að Glitnir skyldi vera kominn í þrot. Björgunaraðgerðin hefði ekki verið mistök. Þá sagði hann um hugmynd Landsbankamanna um sameiningu Glitnis. Landsbankans og Straums, sem kynnt var daginn fyrir yfirtökuna á Glitni, að blaðamenn ættu að stúdera þær tillögur og athuga svo hvort þeir myndu ráðleggja stjórnvöldum að fara eftir þeim. „Ég er hræddur um að það yrði 11-0 hér við borðið," sagði Davíð og vísaði til borðs blaðamanna. Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Davíð Oddsson, formaður stjórnar Seðlabanka Íslands, segist ekki vera að íhuga að segja af sér sem seðlabankastjóri eins og farið hefur verið fram á í mótmælum að undanförnu. Þegar Davíð var spurður um þetta á blaðamannafundi í Seðlabankanum í morgun sagði hann mótmælin hefðu verið heldur fámenn. Það væri sjálfsagt farið að grána og guggna hjá honum úr því fleiri hefðu ekki mætt. Þá spurði hann fréttamann á móti hvort hann hefði íhugað að hætta í sínu starfi. Davíð er enn þeirrar skoðunar að krónan sé heppilegu gjaldmiðill fyrir Íslendinga til framtíðar. Hann sagði þó að hann skildi að menn hefðu efasemdir um gjaldmiðilinn og þá yrði að ræða það. Seðlabankinn myndi hins vegar ekki að vera í fararbroddi þeirrar umræðu. Stýrivextir erfiðir fyrir heimili og fyrirtæki Þá sagði seðlabankastjóri að hann væri ekki í vafa um 18 prósenta stýrivextir væru erfiðir fyrir heimili og fyrirtæki í landinu en afar þýðingarmikið væri að koma gjaldeyrisviðskiptum í eðlilegt horf sem væri ein af grunnþörfunum til þess að kerfið virkaði. Davíð var spurður út í þá ákvörðun Seðlabankans að hækka stýrivexti úr 12 prósentum í 18 í dag en aðeins eru um tvær vikur frá því að vextir voru lækkaðir um 3,5 prósentustig. Aðspurður hvort samráð hefði verið haft við ASÍ og Samtök atvinnulífsins um þetta sagði Davíð að haft hefði verið samráð við aðilana um vinnuna með Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Benti hann á að þessiar aðilar hefðu talað fyrir aðstoð sjóðsins. Afar þýðingarmikið að allir dragi vagninn í sömu átt Aðspurður hvort hann væri sammála þeirri ákvörðun að leita til IMF sagði Davíð að Seðlabankinn hefði sagt að það hafi verið ákvörðun ríkisstjórnarinnar að að ganga til samninga við sjóðinn og þá myndi bankinn fyljga því eftir. Afar þýðingarmikið væri að allir menn drægju vagninn í sömu átt. Þá sagði Davíð að með hækkun stýrivaxta væru minni líkur á áframhaldandi vantrausti á gjaldmiðilinn og að traust myndi vaxa á ný með tímanum. Benti hann á að þegar við hefðum misst 85 prósent af bankakerfinu mættu menn ekki vera hissa á að það hrikti í og reyndi á. Þá var Davíð spurður að því hvort sú ákvörðun stjórnvalda að taka Glitni yfir hefðu verið afdrifarík mistök. Hann taldi svo ekki vera en það hefði verið dapurleg staða að Glitnir skyldi vera kominn í þrot. Björgunaraðgerðin hefði ekki verið mistök. Þá sagði hann um hugmynd Landsbankamanna um sameiningu Glitnis. Landsbankans og Straums, sem kynnt var daginn fyrir yfirtökuna á Glitni, að blaðamenn ættu að stúdera þær tillögur og athuga svo hvort þeir myndu ráðleggja stjórnvöldum að fara eftir þeim. „Ég er hræddur um að það yrði 11-0 hér við borðið," sagði Davíð og vísaði til borðs blaðamanna.
Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira