Innlent

Geir: Óveiðgandi að persónugera vandann

Forsætisráðherra segir engin áform um að víkja Davíð Oddssyni seðlabankastjóra þrátt fyrir mótmæli fólks og afgerandi niðurstöðu skoðanakönnunar um að hann njóti lítils trausts.

Níutíu prósent þjóðarinnar treystir ekki Davíð Oddssyni í stóli seðlabankastjóra samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar sem gerð var fyrir Stöð 2 og 79 prósent Sjálfstæðismanna treysta þessum fyrrverandi forystumanni flokksins ekki til starfans, samkvæmt sömu könnun.

Krafist hefur verið afsagnar Davíðs í mótmælastöðum fyrir utan Seðlabankann og í miðbæ Reykjavíkur að undanförnu, en forsætisráðherra segir það ekki skipta máli.

Geir segir óviðeigandi að persónugera vandann í stjórn Seðlabankans.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×