Innlent

Uppsagnir og lækkun launa hjá 365

Yfir 20 manns verður sagt upp hjá 365 hf., sem rekur meðal annars Vísi, nú um mánaðamótin og þá grípur fyrirtækið til launalækkana til að bregðast við breyttu efnahagsástandi.

Í bréfi Ara Edwald, forstjóra 365, til starfsmanna kemur fram að mikil samdráttur sé á auglýsingamarkaði eins og víða í efnahagslífinu. Ekki verði lagðar niður einingar innan fyrirtækisins og fyrirtækið ætli sér að komast í gegnum erfiðleikana.

Þó þurfi að draga saman í mannahaldi og verður yfir 20 starfsmönnum sagt upp um þessi mánaðarmót alls staðar að úr fyrirtækinu. Þá sé ætlunin að dreifa byrðunum af ástandinu með lækkun launa hjá öllum sem séu með yfir 300 þúsund krónur í grunnlaun. Stighækkun yrði á lækkuninni og laun þeirra sem mest hefðu myndu lækka um 10 prósent. Öllum starfsmönnum verður kynnt niðurstaða í næstu viku en lækkunin kemur ekki til framkvæmda fyrr en mánaðarmótin nóvember/desember.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×