Innlent

Stoltenberg útilokar norska krónu á Íslandi

Jens Stoltenberg. MYND/Hari
Jens Stoltenberg. MYND/Hari

Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, telur ekki mögulegt fyrir Íslendinga að taka upp norsku krónuna í stað þeirrar íslensku. Rúv greindi frá.

Forystumenn stjórnarandstöðuflokkanna hafa talað fyrir því að hafnar verði viðræður við Norðmenn um hugsanlegt myntsamstarf.

Stoltenberg sagði á blaðamannafundi í dag að Norðmenn vinna að því ásamt hinum Norðurlöndunum að útvega Íslandi lán vegna fjármálakreppunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×