Innlent

Úrskurður Þórunnar og kreppan orsakar frestun - Eins og hvert annað hundsbit

Bergur Elías Ágústsson, sveitarstjóri Norðurþings.
Bergur Elías Ágústsson, sveitarstjóri Norðurþings.

,,Það er alveg ljóst að mínu mati að úrskurður umhverfisráðherra frá því í sumar hefur valdið því að verkefnið hefur tafist og kostnaður aukist og svo bætist við kreppa," segir Bergur Elías Ágústsson, sveitarstjóri Norðurþings.

Undirbúningi nýs álvers á Bakka við Húsavík hefur verið frestað og rannsóknarboranir, sem áformaðar voru á næsta ári, slegnar af. Viljayfirlýsing Landsvirkjunar og Alcoa um verkefnið var ekki endurnýjuð nú um mánaðamótin þar sem álfyrirtækið treysti sér ekki til að leggja út í frekari kostnað við boranir að sinni.

,,Þetta er ekkert sem kemur mér óvart og í takti við það sem ég hef haldið fram frá 31. júlí árið 2008. Auðvitað eru þetta vonbrigði en þetta er nú eins og hvert annað hundsbit og maður verður að taka því," segir Bergur.

Þórunn Sveinbjarnardóttir, umhverfisráðherra, ákvað 31. júlí í sumar að heildstætt mat skyldi fara fram á umhverfisáhrifum vegna fyrirhugaðs álvers á Bakka við Húsavík. Skipulagsstofnun hafði ákveðið að slíkt sameiginlegt mat skyldi ekki fara fram.






Tengdar fréttir

Álveri við Húsavík frestað

Undirbúningi nýs álvers á Bakka við Húsavík hefur verið frestað og rannsóknarboranir, sem áformaðar voru á næsta ári, slegnar af. Viljayfirlýsing Landsvirkjunar og Alcoa um verkefnið var ekki endurnýjuð nú um mánaðamótin þar sem álfyrirtækið treysti sér ekki til að leggja út í frekari kostnað við boranir að sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×