Evróputrúboðið 1. nóvember 2008 04:30 Í janúar sl. ritaði ég grein í Morgunblaðið undir fyrirsögninni Sjúkt og ósjálfbært efnahagskerfi. Þar benti ég á fjölmörg teikn um aðsteðjandi kreppu og sagði m.a.: „En kreppa samtengds fjármála- og efnahagskerfis heimsins er langtum djúpstæðari en atburðir síðustu mánaða vitna um. Driffjöður þessa kerfis er neysla og ofurneysla á Vesturlöndum þvert ofan í þá vitneskju sem fyrir liggur um áhrifin á umhverfið og heilsu manna í þokkabót. Hnattvædda efnahagskerfið sem innleitt var í núverandi mynd með hömlulausum rafrænum fjármagnsflutningum fyrir 15-20 árum er orðið að meinvætti sem seint verður ráðið við, ef bábyljan um óskeikulleika markaðarins verður höfð að leiðarljósi.“ Þróunin það sem af er þessu ári hefur því miður staðfest svörtustu hrakspár. Ráðamenn og almenningur sitja nú yfir brunarústum vængbrotins efnahagskerfis og þörfin fyrir endurmat og nýja hugsun er brýn. Fáránlegt ákall eftir ESB-aðildHérlendis hefur mest farið fyrir ákalli eftir að sótt verði um aðild að Evrópusambandinu og að tekin verði upp evra sem gjaldmiðill í stað krónu. Árinni kennir illur ræðari. Gjaldþrot bankanna og fall íslensku krónunnar var afleiðing óstjórnar síðustu ára en ekki orsök. Ef hér hefði verið skapleg efnahagsstjórn og eðlilegar skorður verið settar við útrás og skuldsetningu hefði Ísland ekki verið verr sett nú en aðrar Norðurlandsþjóðir í þeirri alþjóðlegu kreppu sem yfir gengur.Útrásarbrjálæðið íslenska gerðist raunar í skjóli EES-samningsins. Nú vilja margir ganga lengra í von um evru og skjól frá Evrópska seðlabankanum, sem tómt mál er að tala um næstu árin. Það grafalvarlega í stöðunni er að það er annar ríkisstjórnarflokkurinn, Samfylkingin, sem ásamt fleirum heldur þessu gamla stefnumáli sínu um ESB-aðild til streitu í stað þess að leggjast á árar á raunsæjum forsendum um endurreisn íslensks efnahagslífs og verjast um leið frekari áföllum.Aðild að Evrópusambandinu snýst um fjölmörg atriði, þar á meðal grundvallarspurningar er varða fullveldi, forræði yfir náttúruauðlindum og stöðu Íslands meðal þjóða. Það er í senn ósiðlegt og andstætt góðum lýðræðishefðum að ætla að knýja fram afstöðu í svo örlagaríku máli með þjóðina í losti eftir þau áföll sem nú hafa dunið yfir.Hvað verður um myntbandalag ESB?@Megin-Ol Idag 8,3p :Þær hremmingar sem nú ganga yfir efnahagskerfi veraldar eiga eftir að hafa djúpstæð áhrif og innan tíðar getur blasað við gjörbreytt landslag í viðskiptum og alþjóðamálum. Það á m.a. við um forsendur hnattvæðingarinnar og ríkjasamsteypur eins og Evrópusambandið. ESB og Evru-svæðið innan þess er afar illa búið undir þá kreppu sem nú ristir æ dýpra í efnahagslíf heimsins. Þýskaland, sem ásamt Frakklandi er burðarás í Evru-myntbandalaginu, er sem vöruútflytjandi afar viðkvæmt fyrir samdrætti. Þótt Evru-löndin séu ekki skuldsettari á heildina litið en Bandaríkin hefur hagvöxtur þar verið langtum minni og aldurssamsetning önnur og óhagstæðari og hið sama á einnig við um Japan. Að auki er atvinnuleysi innan ESB þegar gífurlegt vandamál, um 70% meira en í Japan og tvöfalt meira en verið hefur í Bandaríkjunum. Efnahagsvöxturinn sem átti að fylgja innri markaðnum hefur látið á sér standa og ESB er þannig afar illa undir frekari samdrátt búið. Leiðandi ríki á Evrusvæðinu hafa að undanförnu brotið meginreglur Maastricht-sáttmálans um ríkisfjármál, skuldsetningu og efnahagslegan stöðugleika. Aðsteðjandi kreppa getur því fyrr en varir sett myntbandalagið í uppnám. Kjarninn í hertum áróðri hérlendis fyrir að Ísland sæki um aðild að ESB hvílir þannig á ótraustum grunni, svo ekki sé litið til annarra þátta sem mæla gegn aðild. Heilvita menn ættu að sjá að við núverandi aðstæður og dýpkandi alþjóðlega kreppu framundan væri hreint glapræði að fara að bindast Evrópusambandinu í meira mæli en orðið er.Í stað villuljósa er verkefnið framundan að brjótast út úr skuldafjötrum og sníða stakk að vexti. Halda þarf þétt utan um auðlindir landsins og óspillta náttúru, efla menntun og rækta fjölþjóðasamstarf sem byggi á því besta sem Ísland hefur að bjóða umheiminum.Höfundur er fyrrverandi ráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Sjá meira
Í janúar sl. ritaði ég grein í Morgunblaðið undir fyrirsögninni Sjúkt og ósjálfbært efnahagskerfi. Þar benti ég á fjölmörg teikn um aðsteðjandi kreppu og sagði m.a.: „En kreppa samtengds fjármála- og efnahagskerfis heimsins er langtum djúpstæðari en atburðir síðustu mánaða vitna um. Driffjöður þessa kerfis er neysla og ofurneysla á Vesturlöndum þvert ofan í þá vitneskju sem fyrir liggur um áhrifin á umhverfið og heilsu manna í þokkabót. Hnattvædda efnahagskerfið sem innleitt var í núverandi mynd með hömlulausum rafrænum fjármagnsflutningum fyrir 15-20 árum er orðið að meinvætti sem seint verður ráðið við, ef bábyljan um óskeikulleika markaðarins verður höfð að leiðarljósi.“ Þróunin það sem af er þessu ári hefur því miður staðfest svörtustu hrakspár. Ráðamenn og almenningur sitja nú yfir brunarústum vængbrotins efnahagskerfis og þörfin fyrir endurmat og nýja hugsun er brýn. Fáránlegt ákall eftir ESB-aðildHérlendis hefur mest farið fyrir ákalli eftir að sótt verði um aðild að Evrópusambandinu og að tekin verði upp evra sem gjaldmiðill í stað krónu. Árinni kennir illur ræðari. Gjaldþrot bankanna og fall íslensku krónunnar var afleiðing óstjórnar síðustu ára en ekki orsök. Ef hér hefði verið skapleg efnahagsstjórn og eðlilegar skorður verið settar við útrás og skuldsetningu hefði Ísland ekki verið verr sett nú en aðrar Norðurlandsþjóðir í þeirri alþjóðlegu kreppu sem yfir gengur.Útrásarbrjálæðið íslenska gerðist raunar í skjóli EES-samningsins. Nú vilja margir ganga lengra í von um evru og skjól frá Evrópska seðlabankanum, sem tómt mál er að tala um næstu árin. Það grafalvarlega í stöðunni er að það er annar ríkisstjórnarflokkurinn, Samfylkingin, sem ásamt fleirum heldur þessu gamla stefnumáli sínu um ESB-aðild til streitu í stað þess að leggjast á árar á raunsæjum forsendum um endurreisn íslensks efnahagslífs og verjast um leið frekari áföllum.Aðild að Evrópusambandinu snýst um fjölmörg atriði, þar á meðal grundvallarspurningar er varða fullveldi, forræði yfir náttúruauðlindum og stöðu Íslands meðal þjóða. Það er í senn ósiðlegt og andstætt góðum lýðræðishefðum að ætla að knýja fram afstöðu í svo örlagaríku máli með þjóðina í losti eftir þau áföll sem nú hafa dunið yfir.Hvað verður um myntbandalag ESB?@Megin-Ol Idag 8,3p :Þær hremmingar sem nú ganga yfir efnahagskerfi veraldar eiga eftir að hafa djúpstæð áhrif og innan tíðar getur blasað við gjörbreytt landslag í viðskiptum og alþjóðamálum. Það á m.a. við um forsendur hnattvæðingarinnar og ríkjasamsteypur eins og Evrópusambandið. ESB og Evru-svæðið innan þess er afar illa búið undir þá kreppu sem nú ristir æ dýpra í efnahagslíf heimsins. Þýskaland, sem ásamt Frakklandi er burðarás í Evru-myntbandalaginu, er sem vöruútflytjandi afar viðkvæmt fyrir samdrætti. Þótt Evru-löndin séu ekki skuldsettari á heildina litið en Bandaríkin hefur hagvöxtur þar verið langtum minni og aldurssamsetning önnur og óhagstæðari og hið sama á einnig við um Japan. Að auki er atvinnuleysi innan ESB þegar gífurlegt vandamál, um 70% meira en í Japan og tvöfalt meira en verið hefur í Bandaríkjunum. Efnahagsvöxturinn sem átti að fylgja innri markaðnum hefur látið á sér standa og ESB er þannig afar illa undir frekari samdrátt búið. Leiðandi ríki á Evrusvæðinu hafa að undanförnu brotið meginreglur Maastricht-sáttmálans um ríkisfjármál, skuldsetningu og efnahagslegan stöðugleika. Aðsteðjandi kreppa getur því fyrr en varir sett myntbandalagið í uppnám. Kjarninn í hertum áróðri hérlendis fyrir að Ísland sæki um aðild að ESB hvílir þannig á ótraustum grunni, svo ekki sé litið til annarra þátta sem mæla gegn aðild. Heilvita menn ættu að sjá að við núverandi aðstæður og dýpkandi alþjóðlega kreppu framundan væri hreint glapræði að fara að bindast Evrópusambandinu í meira mæli en orðið er.Í stað villuljósa er verkefnið framundan að brjótast út úr skuldafjötrum og sníða stakk að vexti. Halda þarf þétt utan um auðlindir landsins og óspillta náttúru, efla menntun og rækta fjölþjóðasamstarf sem byggi á því besta sem Ísland hefur að bjóða umheiminum.Höfundur er fyrrverandi ráðherra.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun