Innlent

Þorgerður Katrín segir að það verði að skoða ESB-aðild af alvöru

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir að það verði að skoða kosti og galla aðildar að Evrópusambandinu af alvöru. Þetta kom fram í máli hennar í þættinum Mannamál á Stöð 2 í kvöld.

Sigmundur Ernir Rúnarsson gekk hart eftir ákveðnum svörum frá Þorgerði um huganlega ESB-aðild. Þorgerður segir að hingað til hafi Sjálfstæðisflokkurinn talið að EES-aðildin þjónaði hagsmunum okkar. "En nú eru aðrir tímar og aðstæður þannig að okkur ber skylda til að kanna hvar hagsmunum okkar er best borgið í framtíðinni," segir Þorgerður.

Þorgerður segir að hún hafi ekki bara efnahagsmálin í huga þegar hún vill kanna hvar Íslandi sé best borgið í framtíðinni. "Við hljótum að horfa til ESB þegar kemur að öðrum málum eins og utanríkis- og öryggismálum," segir hún.

Þá nefndi Þorgerður einnig að breyta þurfti um peningamálastefnu. Það væri ljóst að við núverandi aðstæður fengist enginn erlendur aðili til þess að fjárfesta á Íslandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×