Innlent

Geir æfur vegna málflutnings breskra ráðamanna í garð Skotlands

Íslensk stjórnvöld hafa beðið ráðamenn breska Verkamannaflokksins að hætta að nota fjármálakreppuna á Íslandi til að grafa undan málstað þeirra sem vilja sjálfstætt Skotland.

Samkvæmt frétt í blaðinu The Times mun Geir Haarde forsætisráðherra vera ævareiður sökum þessa málflutnings Verkamannaflokksins.

Cameron Buchanan heiðurskonsúll Íslands í Skotlandi segir að stjórnmálamenn noti erfiða stöðu Íslands sjálfum sér til framdráttar í stað þess að aðstoða bæði Skota og Íslendinga.

Buchanan segir að yfirlýsingar frá breskum ráðherrum um að Ísland sé gjaldþrota eigi ekki rétt á sér og geri ekkert til að bæta sambandið milli þjóðanna sem er ekki beysið fyrir.

Töluverður vilji er meðal íbúa Skotlands um að gera landið sjálfstætt en Verkamannaflokkurinn hefur barist hart gegn þeim hugmyndum.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×