Innlent

Segir Ólaf Ragnar Grímsson vera klappstýru auðmannanna

Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Hannes Hólmsteinn Gissurarson er harðorður í garð þeirra auðmanna sem eiga fjölmiðlana á Íslandi. Í viðtali hjá Arnþrúði Karlsdóttur á Útvarpi Sögu í dag sagði hann Ólaf Ragnar Grímsson vera klappstýru auðmannanna og sakaði fjölmiðlamenn á Ríkisútvarpinu um meðvirkni og hræðslu í garð auðmanna.

„Með því að auðmennirnir eignuðust fjölmiðlana minnkaði allt aðhald," segir Hannes í viðtalinu og tekur nokkur dæmi. Þar nefnir hann m.a þegar Inga Jóna Þórðardóttir eiginkona forsætisráðherra sagði sig úr stjórn Flugleiða vegna þess að henni hefði ekki líkað hvernig komið var fram þar að sögn Hannesar.

„Fjölmiðlarir gerðu ekki neitt með þetta því þeir voru í eiguumsjón auðmannanna."

Hann sagði fólkið ekki treysta fjölmiðlunum því þeir væru allir keyptir eða leigðir af þessum auðmönnum og miðlarnir myndu ganga erinda þeirra.

Aðspurður hversvegna Ríkisútvarpið hefði ekkert látið í sér heyra segir Hannes að fjölmiðlafólk þar hafi verið meðvirkt því einn daginn gæti það misst vinnuna. „Og þá gæti það eingöngu farið að vinna á fjölmiðli sem auðmennirnir áttu. Þannig að fjölmiðlamennirnir á Ríkisútvarpinu urðu meðvirkir með fjölmiðlamönnum á öðrum stöðum."

Hann sagði einnig að það hefði verið ákveðin samtrygging þeirra sem áttu blöðin um að gagnrýna ekki hver annan. „Það var ekkert heilbrigt aðhald."

Hannes sagði að afrifaríkt skref hefði verið tekið í ranga átt árið 2004 þegar fjölmiðlafrumvarp Davíðs Oddssonar hefði verið synjað af forseta Íslands.

„Ólafur Ragnar Grímsson og auðmennirnir settust upp í einkaþoturnar og lystisnekkjurnar, eignuðust fjölmiðlana, bankana, stærstu viðskiptavinana og gleyptu þetta allt."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×