Afskrifuðu 50 milljarða skuldir æðstu stjórnenda Kaupþings 3. nóvember 2008 18:30 Skuldir æðstu stjórnenda Kaupþings vegna hlutabréfakaupa í bankanum voru afskrifaðar skömmu fyrir þjóðnýtingu bankans. Upphæðin sem um ræðir eru fimmtíu milljarðar króna. Sögusagnir grassera í ástandi eins og nú ríkir á Íslandi. Ein er sú að æðstu stjórnendur fyrrverandi útrásarbankanna, sem tóku himinhá lán til að kaupa hluti í bönkunum, hafi fengið lán sín felld niður til að forða þeim frá gjaldþroti. Tölvupóstur hefur farið eins og eldur í sinu manna á milli um að yfirmaður áhættustýringar Kaupþings hafi tapað tveimur milljörðum og að allar skuldir hans hafi verið hreinsaðar, sem og fjölda annarra bankastarfsmanna. Þar segir jafnframt að Fjármálaeftirlitið og ráðamenn hafi rökstutt niðurfellingu skuldanna með því að ómögulegt yrði annars að manna yfirmannastöður í nýju bönkunum, því þar mega gjaldþrota einstaklingar ekki starfa. Fréttastofa kannaði í dag hvað væri hæft í þessum orðrómi sem hefur vakið gríðarlega reiði hjá almenningi. Og hann virðist ekki úr lausu lofti gripinn. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að stjórn Kaupþings hafi skömmu fyrir þjóðnýtingu bankans ákveðið að fella niður skuldir æðstu stjórnenda, lán sem viðkomandi einstaklingar höfðu tekið til að fjármagna kaup á bréfum í bankanum. Það er á huldu hversu margir fengu þessa lúxusmeðferð, að skuldum þeirra hafi verið sópað út af borðinu, en talið er að þeir hlaupi á tugum. Gríðarlegar fjárhæðir munu hafa verið felldar niður með þessum hætti, og samkvæmt heimildum fréttastofu munu endurskoðendur bankanna hafa rekið augun í að þarna væri maðkur í mysunni. Samkvæmt heimildum fréttastofu er ekki útilokað að mál verði höfðað gegn stjórn gamla Kaupþings til að ógilda niðurfellingu skuldanna. Forstjóri Fjármálaeftirlitstins vildi ekki koma í viðtal vegna þessa máls, en í tölvupósti frá eftirlitinu kemur fram að Fjármálaeftirlitið hafi ekki sérstaklega samþykkt niðurfellingu krafna sem tengjast lánveitingum til starfsmanna bankanna. Fréttastofa hefur í dag reynt að ná í fyrrum og núverandi stjórnendur hjá Kaupþingi. Tveir núverandi forstöðumenn hjá bankanum staðfestu að þeir hefðu tekið lán til að kaupa hlut í bankanum. Báðir neituðu því að lán þeirra hefðu verið felld niður. Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Sjá meira
Skuldir æðstu stjórnenda Kaupþings vegna hlutabréfakaupa í bankanum voru afskrifaðar skömmu fyrir þjóðnýtingu bankans. Upphæðin sem um ræðir eru fimmtíu milljarðar króna. Sögusagnir grassera í ástandi eins og nú ríkir á Íslandi. Ein er sú að æðstu stjórnendur fyrrverandi útrásarbankanna, sem tóku himinhá lán til að kaupa hluti í bönkunum, hafi fengið lán sín felld niður til að forða þeim frá gjaldþroti. Tölvupóstur hefur farið eins og eldur í sinu manna á milli um að yfirmaður áhættustýringar Kaupþings hafi tapað tveimur milljörðum og að allar skuldir hans hafi verið hreinsaðar, sem og fjölda annarra bankastarfsmanna. Þar segir jafnframt að Fjármálaeftirlitið og ráðamenn hafi rökstutt niðurfellingu skuldanna með því að ómögulegt yrði annars að manna yfirmannastöður í nýju bönkunum, því þar mega gjaldþrota einstaklingar ekki starfa. Fréttastofa kannaði í dag hvað væri hæft í þessum orðrómi sem hefur vakið gríðarlega reiði hjá almenningi. Og hann virðist ekki úr lausu lofti gripinn. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að stjórn Kaupþings hafi skömmu fyrir þjóðnýtingu bankans ákveðið að fella niður skuldir æðstu stjórnenda, lán sem viðkomandi einstaklingar höfðu tekið til að fjármagna kaup á bréfum í bankanum. Það er á huldu hversu margir fengu þessa lúxusmeðferð, að skuldum þeirra hafi verið sópað út af borðinu, en talið er að þeir hlaupi á tugum. Gríðarlegar fjárhæðir munu hafa verið felldar niður með þessum hætti, og samkvæmt heimildum fréttastofu munu endurskoðendur bankanna hafa rekið augun í að þarna væri maðkur í mysunni. Samkvæmt heimildum fréttastofu er ekki útilokað að mál verði höfðað gegn stjórn gamla Kaupþings til að ógilda niðurfellingu skuldanna. Forstjóri Fjármálaeftirlitstins vildi ekki koma í viðtal vegna þessa máls, en í tölvupósti frá eftirlitinu kemur fram að Fjármálaeftirlitið hafi ekki sérstaklega samþykkt niðurfellingu krafna sem tengjast lánveitingum til starfsmanna bankanna. Fréttastofa hefur í dag reynt að ná í fyrrum og núverandi stjórnendur hjá Kaupþingi. Tveir núverandi forstöðumenn hjá bankanum staðfestu að þeir hefðu tekið lán til að kaupa hlut í bankanum. Báðir neituðu því að lán þeirra hefðu verið felld niður.
Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Sjá meira