Innlent

Hvöttu ökumenn til að mótmæla ástandinu með bílflauti

Heyra mátti bílflautur þeyttar af miklum móð á kafla á Miklubrautinni í morgun. Þar voru ökumenn að bregðast við ákalli hóps sem stóð fyrir sérstæðum mótmælum.

Hópurinn hafði strengt borða á þrjár göngubrýr á Miklubraut þar sem fólk var hvatt til að flauta ef það vildi ekki borga skuldir auðmanna, vildi ekki að börn sín borguðu skuldirnar og ef fólk vildi nýja stjórn Seðlabanka.

Að sögn aðstandenda mótmælanna brugðust ökumenn vel við og létu vel í sér heyra. Hópurinn sem að þessu stóð vildi með þessu gefa þeim, sem ekki vilja koma í mótmæli undir merkjum ákveðinna einstaklinga, tækifæri á að láta í sér heyra. Hugmyndin kviknaði um helgina og var því hratt unnið að málinu. Borðarnir héngu uppi þar til lögregla kom á vettvang og bað mótmælendur að taka þá niður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×