Innlent

Fékk ákúrur vegna skoðana sinna um brottvikningu seðlabankastjóra

Sjálfstæðismenn greinir á um hvort Davíð Oddsson og hinir seðlabankastjórarnir, sem og bankaráð, eigi að víkja. Ragnheiður Ríkharðsdóttir fékk ákúrur í dag fyrir að viðra skoðanir sínar um málið opinberlega.

Ragnheiður er fyrsti þingmaður Sjálfstæðisflokksins til að krefjast þess að seðlabankastjórar og bankaráð Seðlabanka Íslands víki, en þar með tekur hún undir skoðun margar Samfylkingarmanna um málið, en er á öndverðum meiði við formann síns flokks. Ragnheiður skrifaði blaðagrein og viðbrögðin voru misjöfn.

Athygli vekur að enginn Sjálfstæðismaður tekur afdráttarlausa afstöðu með Ragnheiði og aðeins örfáir tóku upp símann þegar fréttastofan leitað álita á því hvort seðlabankastjórar ættu að víkja.

Ásta Möller - telur þetta ekki forgangsatriði, Kjartan Ólafsson treystir sínum formanni, og Árni Johnsen segir að menn eigi ekki að setja aflamennina í land.

Jón Gunnarsson, sagði ekkert einfalt svar við spurningunni og Birgir Ármannsson og Herdís Þórðardóttir neituðu að svara - án skýringa.

Pétur Blöndal sagði brottvikning seðlabankastjóra kæmi til greina samhliða breytingum á peningamálastefnunni og Rósa Guðbjartsdóttir sagði að málið væri umhugsunarvert.

Og þessi svöruðu engu:

Arnbjörg Sveinsdóttir

Ármann Kr. Ólafsson

Árni M. Mathiesen (var erlendis)

Bjarni Benediktsson

Björk Guðjónsdóttir

Björn Bjarnason

Einar K. Guðfinnsson

Guðfinna S. Bjarnadóttir

Guðlaugur Þór Þórðarson

Illugi Gunnarsson

Kristján Þór Júlíusson

Ólöf Nordal

Sigurður Kári Kristjánsson

Sturla Böðvarsson

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir









Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×