Innlent

Vilja sekta þá sem nýta sér forgangsakreinar í leyfisleysi

Sex þingmenn Samfylkingar, Vinstri - grænna og Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram frumvarp þar sem lagt er til að heimilt sé að sekta ökumenn fyrir að nýta sér forgangsakreinar fyrir strætisvagna og leigubifreiðar.

Fram kemur í greinargerð með frumvarpinu að tilgangur þess sé að efla almenningssamgöngur. Bent er á að þegar séu komnar forgangsakreinar á nokkrum stöðum í borginni og vonandi líti fleiri dagsins ljós. Hins vegar hafi töluvert borið á því að aðrir en ökumenn leigubíla og stætisvagna nýti sér akreinarnar og vilja frumvarpshöfundar að hugtakið forgangsakrein verði skilgreint í umferðarlögum þannig að þessar tvær tegundir ökutækja megi einungis fara þar um.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×