Innlent

Stjórn VR lýsir yfir stuðningi við formanninn

Stefanía Magnúsdóttir varaformaður stjórnar VR.
Stefanía Magnúsdóttir varaformaður stjórnar VR.

Stefanía Magnúsdóttir varaformaður stjórnar VR segir að boðað hafi verið til stjórnarfundar í tilefni stöðu Gunnars Páls Pálssonar formanns félagsins nú í kvöld. Eins og fram hefur komið í fréttum undanfarið sat Gunnar í stjórn Kaupþings sem tók þá umdeildu ákvörðun að afskrifa skuldir starfsmanna vegna hlutabréfakaupa í bankanum. Stefanía segir stjórnina hafa lýst yfir stuðningi við formanninn á fundinum.

„Stjórnin lýsti yfir stuðningi við Gunnar en hann bað um nokkra daga til þess að hreinsa sig. Það var einnig ákveðið að það verður trúnaðarráðsfundur í næstu viku, eða eins fljótt og auðið er þar sem þetta verður rætt," segir Stefanía en það var trúnaðarráðsfundur sem mælti með því að Gunnar tæki sæti í stjórn Kaupþings á sínum tíma.

„Það var auðvitað umdeilt út af ýmsu og ekki síst vegna hárra kaupgreiðslna stjórnarmanna hjá Kaupþingi. Hann fékk hinsvegar yfirgnæfandi stuðning fundarins um að sitja í þessari stjórn," segir Stefanía.

Vísir birti fyrr í kvöld yfirlýsingu Gunnars Páls þar sem hann fer yfir málið og má sjá með þessari frétt.




Tengdar fréttir

Segist hafa verið að verja hagsmuni hluthafa Kaupþings

Gunnar Páll Pálsson formaður VR segir það hafa verið skyldu sína sem stjórnarmanns í Kaupþingi að verja hagsmuni hluthafanna sem hann telur að hafi verið gert með niðurfellingu ábygða starfsmanna vegna lána sem tekin voru vegna kaupréttarsamninga.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×