Innlent

Ákvörðun IMF frestað fram á mánudag

Geir Haarde forsætisráðherra.
Geir Haarde forsætisráðherra.

Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, eða IMF, mun fresta því fram á mánudag að taka fyrir beiðni Íslands um 2 milljarða dala lán frá sjóðnum. Þetta sagði Geir Haarde forsætisráðherra í ræðu sinni á Alþingi fyrir hádegi.

Árni Mathiesen fjármálaráðherra, sagði í óundirbúnum fyrirspurnum á þingi fyrr í dag, að hugsanlegt væri að deilan við Breta og Hollendinga um Icesave-reikninga Landsbankans hefði áhrif á niðurstöðu stjórnar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um lán til Íslendinga.

Upphaflega átti að fjalla um mál Íslands í Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í fyrradag en vegna andstöðu Breta og líka Hollendinga var ákvörðuninni frestað til morgundags og svo aftur nú fram yfir helgi.






Tengdar fréttir

IMF samþykkir lán til Úkraínu

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur fallist á að lána Úkraínu 16,4 milljarða dollar, jafnvirði rúmlega tvö þúsund milljarða króna, til þess að koma á stöðugleika í efnahagslífi þjóðarinnar.

Hugsanlegt að Icesave-deila hafi áhrif á niðurstöðu IMF

Hugsanlegt er að deilan við Breta og Hollendinga um Icesave-reikninga Landsbankans hafi áhrif á niðurstöðu stjórnar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um lán til Íslendinga. Þetta sagði Árni Mathiesen fjármálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag.

Óvissa um IMF-lánið

Óvissa ríkir um lánafyrirgreiðslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til íslenskra stjórnvalda, vegna þess að fulltrúar Breta í sjóðnum setja sem skilyrði fyrir lánveitingunni, að fyrst verði samið við Breta vegna Icesave-reikninganna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×