Hugsanlegt að Icesave-deila hafi áhrif á niðurstöðu IMF 6. nóvember 2008 10:53 Hugsanlegt er að deilan við Breta og Hollendinga um Icesave-reikninga Landsbankans hafi áhrif á niðurstöðu stjórnar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um lán til Íslendinga. Þetta sagði Árni Mathiesen fjármálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag.Árni Þór Sigurðsson, þingmaður Vinstri - grænna, vakti athygli á því að stjórnvöld vildu ekki greina frá skilmálum samkomulags við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Hafðar hefðu verið uppi getgátur um að í samkomulaginu fælist að gengið yrði frá samkomulagi við Breta og Hollendinga vegna Icesave en því hefðu stjórnvöld vísað á bug.Árni Þór vísaði hins vegar til fundar þingmannanefndar EFTA í Brussel fyrr í vikunni þar sem fram hefði komið að sum aðildarríki nefndarinnar vildu tengja lán sjóðsins við samkomulag við Breta. Þá hefði Barroso, framkvæmdastjóri ESB, sagt Geir H. Haarde forsætisráðherra að Íslendingar gætu fengið lán úr neyðarsjóði ESB gegn því að ganga til samninga við Breta og Hollendinga. Þetta væri að mati Árni fjárkúgun enda væri verið að selja Bretum og Hollendingum sjálfdæmi í málinu.Spurði hann ráðherra hver staðan væri í þessum málum og hvers vegna því hefði verið haldið fram að engin tengsl væru á milli samkomulags um lán Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og lausn deilnanna við Breta og Hollendinga.Ekkert í samkomulagi við IMF um lausn deilumálaÁrni Mathiesen fjármálaráðherra sagði að í samkomulagi sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um lán væru engin skilyrði um lasun í einstökum deilumálum. Því væri hins vegar þannig farið að Bretar og Hollendingar ættu sæti í stjórn sjóðsins og hún ætti erftir að fjalla um samkomulag sendinefndarinnar og Íslendinga. Það mætti því segja að þjóðirnar gætu haft tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri sem gæti haft áhrif á hver þeirra afstaða yrði í stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Mögulegt væri að þetta hefði áhrif á niðurstöðu sjóðsins.Árni Þór Sigurðsson sagði að best væri að stjórnvöld afléttu leynd af samkomulaginu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Hann benti á að fjármálaráðherra hefði ekki svarað því hvað hefði verið rætt á fundi fjármálaráðherra EES-ríkjanna fyrr í vikunni en á heimasíðu ráðsins hefði komið fram að rætt hefði verið um stöðu Íslands lengi.Fjármálaráðherra sagðist skilja að þingmaðurinn vildi upplýsingar um þetta en hins vegar væri það bara þannig að það væri trúnaður á ákveðnum þáttum, þar á meðal samkomulaginu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og einstökum fundum. Hann teldi það ekki farsælli lausn til framdráttar ef Íslendingar myndu einhliða aflétta trúnaði af einstökum málum. Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Sjá meira
Hugsanlegt er að deilan við Breta og Hollendinga um Icesave-reikninga Landsbankans hafi áhrif á niðurstöðu stjórnar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um lán til Íslendinga. Þetta sagði Árni Mathiesen fjármálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag.Árni Þór Sigurðsson, þingmaður Vinstri - grænna, vakti athygli á því að stjórnvöld vildu ekki greina frá skilmálum samkomulags við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Hafðar hefðu verið uppi getgátur um að í samkomulaginu fælist að gengið yrði frá samkomulagi við Breta og Hollendinga vegna Icesave en því hefðu stjórnvöld vísað á bug.Árni Þór vísaði hins vegar til fundar þingmannanefndar EFTA í Brussel fyrr í vikunni þar sem fram hefði komið að sum aðildarríki nefndarinnar vildu tengja lán sjóðsins við samkomulag við Breta. Þá hefði Barroso, framkvæmdastjóri ESB, sagt Geir H. Haarde forsætisráðherra að Íslendingar gætu fengið lán úr neyðarsjóði ESB gegn því að ganga til samninga við Breta og Hollendinga. Þetta væri að mati Árni fjárkúgun enda væri verið að selja Bretum og Hollendingum sjálfdæmi í málinu.Spurði hann ráðherra hver staðan væri í þessum málum og hvers vegna því hefði verið haldið fram að engin tengsl væru á milli samkomulags um lán Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og lausn deilnanna við Breta og Hollendinga.Ekkert í samkomulagi við IMF um lausn deilumálaÁrni Mathiesen fjármálaráðherra sagði að í samkomulagi sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um lán væru engin skilyrði um lasun í einstökum deilumálum. Því væri hins vegar þannig farið að Bretar og Hollendingar ættu sæti í stjórn sjóðsins og hún ætti erftir að fjalla um samkomulag sendinefndarinnar og Íslendinga. Það mætti því segja að þjóðirnar gætu haft tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri sem gæti haft áhrif á hver þeirra afstaða yrði í stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Mögulegt væri að þetta hefði áhrif á niðurstöðu sjóðsins.Árni Þór Sigurðsson sagði að best væri að stjórnvöld afléttu leynd af samkomulaginu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Hann benti á að fjármálaráðherra hefði ekki svarað því hvað hefði verið rætt á fundi fjármálaráðherra EES-ríkjanna fyrr í vikunni en á heimasíðu ráðsins hefði komið fram að rætt hefði verið um stöðu Íslands lengi.Fjármálaráðherra sagðist skilja að þingmaðurinn vildi upplýsingar um þetta en hins vegar væri það bara þannig að það væri trúnaður á ákveðnum þáttum, þar á meðal samkomulaginu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og einstökum fundum. Hann teldi það ekki farsælli lausn til framdráttar ef Íslendingar myndu einhliða aflétta trúnaði af einstökum málum.
Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Sjá meira