Innlent

Íslendingar ekki í lakari stöðu gagnvart IMF en Ungverjar og Úkraínumenn

Geir Haarde.
Geir Haarde.

Geir Haarde sagði, á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum í dag, að stjórnvöld telji Íslendinga ekki í lakari stöðu gagnvart Alþjóðagjaldeyrissjóðnum en Ungverjar og Úkraínumenn, en þessar tvær þjóðir eru þegar búnar að fá samþykki frá stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Hann benti meðal annars á að Íslendingar væru búnir að vera aðilar að sjóðnum lengur en þessar þjóðir.

Geir ítrekaði að búist væri við því að lán Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til Íslendinga yrði afgreitt eftir helgi og að deilan um Icesave og lánsumsóknin til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins væru tvö aðskilin mál.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×