Býst ekki við 10% atvinnuleysi 7. nóvember 2008 12:33 Geir Haarde forsætisráðherra. Geir Haarde forsætisráðherra segist ekki gera ráð fyrir því að atvinnuleysi geti farið í 10% hér í lok næsta árs eins og spá Seðlabankans geri ráð fyrir. „Það er nú hlutur sem við munum gera allt til að afstýra. Það er reyndar miklu hærri tala en við höfum séð í þessu, þannig að ég þarf nú að gera athugasemd við það," segir Geir. Geir segir að spá Seðlabankans sé svartari en hann hafði reiknað með. Hann segir von á annarri spá frá fjármálaráðuneytinu og að Alþýðusamband Íslands hafi birt sínar horfur. „Við vitum það vel að það er að verða hérna mikið efnahagslegt áfall, með miklu falli á þjóðarframleiðslunni sem hefur mikil áhrif á afkomu ríkissjóðs, atvinnuleysistölurnar og verðbólguna. En þetta mun breytast og það segir líka í öllum þessum spám að um leið og við munum koma fót að nýju undir krónuna með nýju gengi að þá gengur verðbólgan hratt niður og þá fara aðrir hlutir að ske," segir Geir. Hann segist búast við því að strax á árinu 2010 verði hægt að sjá nýja stöðu þar sem framleiðslan eykst, störfum fjölgi og tekjur ríkisins aukist. Forsendan fyrir þessu öllu sé hins vegar að klára þau mál sem eru nú á borði ríkisstjórnarinnar. Geir segir að afgreiðsla Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á lánsumsókn Íslendinga sé ekki í neinni pattstöðu. Peningar frá Norðurlöndunum þurfi ekki að vera fastir í hendi heldur einhverskonar fyrirheit um að þeir muni koma. „Aðalmálið fyrir þá sem ætla að lána okkur er að við erum í góðu samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og það er lögð fram hérna trúverðug efnahagsáætlun," segir Geir um stöðuna. Hann hefur áður sagt að ástæðan fyrir því að afgreiðsla sjóðsins á málinu hefði dregist vegna þess að fjármögnun frá Norðurlöndunum væri ekki lokið. „Við þurfum að fá 6 milljarða bandaríkjadollara, en þetta eru ekki peningar sem þurfa að koma sama daginn," segir Geir. Hann segist ekki búast við því að tafirnar sem hafi orðið á afgreiðslu á láninu frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum hafi áhrif á önnur lán. Þá ítrekar Geir að þeir 6 milljarðar bandaríkjadala sem verða teknir að láni séu ekki lán til eyðslu heldur sé lánið hugsað til þess að koma krónunni á flot. Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Geir Haarde forsætisráðherra segist ekki gera ráð fyrir því að atvinnuleysi geti farið í 10% hér í lok næsta árs eins og spá Seðlabankans geri ráð fyrir. „Það er nú hlutur sem við munum gera allt til að afstýra. Það er reyndar miklu hærri tala en við höfum séð í þessu, þannig að ég þarf nú að gera athugasemd við það," segir Geir. Geir segir að spá Seðlabankans sé svartari en hann hafði reiknað með. Hann segir von á annarri spá frá fjármálaráðuneytinu og að Alþýðusamband Íslands hafi birt sínar horfur. „Við vitum það vel að það er að verða hérna mikið efnahagslegt áfall, með miklu falli á þjóðarframleiðslunni sem hefur mikil áhrif á afkomu ríkissjóðs, atvinnuleysistölurnar og verðbólguna. En þetta mun breytast og það segir líka í öllum þessum spám að um leið og við munum koma fót að nýju undir krónuna með nýju gengi að þá gengur verðbólgan hratt niður og þá fara aðrir hlutir að ske," segir Geir. Hann segist búast við því að strax á árinu 2010 verði hægt að sjá nýja stöðu þar sem framleiðslan eykst, störfum fjölgi og tekjur ríkisins aukist. Forsendan fyrir þessu öllu sé hins vegar að klára þau mál sem eru nú á borði ríkisstjórnarinnar. Geir segir að afgreiðsla Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á lánsumsókn Íslendinga sé ekki í neinni pattstöðu. Peningar frá Norðurlöndunum þurfi ekki að vera fastir í hendi heldur einhverskonar fyrirheit um að þeir muni koma. „Aðalmálið fyrir þá sem ætla að lána okkur er að við erum í góðu samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og það er lögð fram hérna trúverðug efnahagsáætlun," segir Geir um stöðuna. Hann hefur áður sagt að ástæðan fyrir því að afgreiðsla sjóðsins á málinu hefði dregist vegna þess að fjármögnun frá Norðurlöndunum væri ekki lokið. „Við þurfum að fá 6 milljarða bandaríkjadollara, en þetta eru ekki peningar sem þurfa að koma sama daginn," segir Geir. Hann segist ekki búast við því að tafirnar sem hafi orðið á afgreiðslu á láninu frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum hafi áhrif á önnur lán. Þá ítrekar Geir að þeir 6 milljarðar bandaríkjadala sem verða teknir að láni séu ekki lán til eyðslu heldur sé lánið hugsað til þess að koma krónunni á flot.
Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira