Býst ekki við 10% atvinnuleysi 7. nóvember 2008 12:33 Geir Haarde forsætisráðherra. Geir Haarde forsætisráðherra segist ekki gera ráð fyrir því að atvinnuleysi geti farið í 10% hér í lok næsta árs eins og spá Seðlabankans geri ráð fyrir. „Það er nú hlutur sem við munum gera allt til að afstýra. Það er reyndar miklu hærri tala en við höfum séð í þessu, þannig að ég þarf nú að gera athugasemd við það," segir Geir. Geir segir að spá Seðlabankans sé svartari en hann hafði reiknað með. Hann segir von á annarri spá frá fjármálaráðuneytinu og að Alþýðusamband Íslands hafi birt sínar horfur. „Við vitum það vel að það er að verða hérna mikið efnahagslegt áfall, með miklu falli á þjóðarframleiðslunni sem hefur mikil áhrif á afkomu ríkissjóðs, atvinnuleysistölurnar og verðbólguna. En þetta mun breytast og það segir líka í öllum þessum spám að um leið og við munum koma fót að nýju undir krónuna með nýju gengi að þá gengur verðbólgan hratt niður og þá fara aðrir hlutir að ske," segir Geir. Hann segist búast við því að strax á árinu 2010 verði hægt að sjá nýja stöðu þar sem framleiðslan eykst, störfum fjölgi og tekjur ríkisins aukist. Forsendan fyrir þessu öllu sé hins vegar að klára þau mál sem eru nú á borði ríkisstjórnarinnar. Geir segir að afgreiðsla Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á lánsumsókn Íslendinga sé ekki í neinni pattstöðu. Peningar frá Norðurlöndunum þurfi ekki að vera fastir í hendi heldur einhverskonar fyrirheit um að þeir muni koma. „Aðalmálið fyrir þá sem ætla að lána okkur er að við erum í góðu samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og það er lögð fram hérna trúverðug efnahagsáætlun," segir Geir um stöðuna. Hann hefur áður sagt að ástæðan fyrir því að afgreiðsla sjóðsins á málinu hefði dregist vegna þess að fjármögnun frá Norðurlöndunum væri ekki lokið. „Við þurfum að fá 6 milljarða bandaríkjadollara, en þetta eru ekki peningar sem þurfa að koma sama daginn," segir Geir. Hann segist ekki búast við því að tafirnar sem hafi orðið á afgreiðslu á láninu frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum hafi áhrif á önnur lán. Þá ítrekar Geir að þeir 6 milljarðar bandaríkjadala sem verða teknir að láni séu ekki lán til eyðslu heldur sé lánið hugsað til þess að koma krónunni á flot. Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Fleiri fréttir Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Sjá meira
Geir Haarde forsætisráðherra segist ekki gera ráð fyrir því að atvinnuleysi geti farið í 10% hér í lok næsta árs eins og spá Seðlabankans geri ráð fyrir. „Það er nú hlutur sem við munum gera allt til að afstýra. Það er reyndar miklu hærri tala en við höfum séð í þessu, þannig að ég þarf nú að gera athugasemd við það," segir Geir. Geir segir að spá Seðlabankans sé svartari en hann hafði reiknað með. Hann segir von á annarri spá frá fjármálaráðuneytinu og að Alþýðusamband Íslands hafi birt sínar horfur. „Við vitum það vel að það er að verða hérna mikið efnahagslegt áfall, með miklu falli á þjóðarframleiðslunni sem hefur mikil áhrif á afkomu ríkissjóðs, atvinnuleysistölurnar og verðbólguna. En þetta mun breytast og það segir líka í öllum þessum spám að um leið og við munum koma fót að nýju undir krónuna með nýju gengi að þá gengur verðbólgan hratt niður og þá fara aðrir hlutir að ske," segir Geir. Hann segist búast við því að strax á árinu 2010 verði hægt að sjá nýja stöðu þar sem framleiðslan eykst, störfum fjölgi og tekjur ríkisins aukist. Forsendan fyrir þessu öllu sé hins vegar að klára þau mál sem eru nú á borði ríkisstjórnarinnar. Geir segir að afgreiðsla Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á lánsumsókn Íslendinga sé ekki í neinni pattstöðu. Peningar frá Norðurlöndunum þurfi ekki að vera fastir í hendi heldur einhverskonar fyrirheit um að þeir muni koma. „Aðalmálið fyrir þá sem ætla að lána okkur er að við erum í góðu samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og það er lögð fram hérna trúverðug efnahagsáætlun," segir Geir um stöðuna. Hann hefur áður sagt að ástæðan fyrir því að afgreiðsla sjóðsins á málinu hefði dregist vegna þess að fjármögnun frá Norðurlöndunum væri ekki lokið. „Við þurfum að fá 6 milljarða bandaríkjadollara, en þetta eru ekki peningar sem þurfa að koma sama daginn," segir Geir. Hann segist ekki búast við því að tafirnar sem hafi orðið á afgreiðslu á láninu frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum hafi áhrif á önnur lán. Þá ítrekar Geir að þeir 6 milljarðar bandaríkjadala sem verða teknir að láni séu ekki lán til eyðslu heldur sé lánið hugsað til þess að koma krónunni á flot.
Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Fleiri fréttir Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Sjá meira