Býst ekki við 10% atvinnuleysi 7. nóvember 2008 12:33 Geir Haarde forsætisráðherra. Geir Haarde forsætisráðherra segist ekki gera ráð fyrir því að atvinnuleysi geti farið í 10% hér í lok næsta árs eins og spá Seðlabankans geri ráð fyrir. „Það er nú hlutur sem við munum gera allt til að afstýra. Það er reyndar miklu hærri tala en við höfum séð í þessu, þannig að ég þarf nú að gera athugasemd við það," segir Geir. Geir segir að spá Seðlabankans sé svartari en hann hafði reiknað með. Hann segir von á annarri spá frá fjármálaráðuneytinu og að Alþýðusamband Íslands hafi birt sínar horfur. „Við vitum það vel að það er að verða hérna mikið efnahagslegt áfall, með miklu falli á þjóðarframleiðslunni sem hefur mikil áhrif á afkomu ríkissjóðs, atvinnuleysistölurnar og verðbólguna. En þetta mun breytast og það segir líka í öllum þessum spám að um leið og við munum koma fót að nýju undir krónuna með nýju gengi að þá gengur verðbólgan hratt niður og þá fara aðrir hlutir að ske," segir Geir. Hann segist búast við því að strax á árinu 2010 verði hægt að sjá nýja stöðu þar sem framleiðslan eykst, störfum fjölgi og tekjur ríkisins aukist. Forsendan fyrir þessu öllu sé hins vegar að klára þau mál sem eru nú á borði ríkisstjórnarinnar. Geir segir að afgreiðsla Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á lánsumsókn Íslendinga sé ekki í neinni pattstöðu. Peningar frá Norðurlöndunum þurfi ekki að vera fastir í hendi heldur einhverskonar fyrirheit um að þeir muni koma. „Aðalmálið fyrir þá sem ætla að lána okkur er að við erum í góðu samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og það er lögð fram hérna trúverðug efnahagsáætlun," segir Geir um stöðuna. Hann hefur áður sagt að ástæðan fyrir því að afgreiðsla sjóðsins á málinu hefði dregist vegna þess að fjármögnun frá Norðurlöndunum væri ekki lokið. „Við þurfum að fá 6 milljarða bandaríkjadollara, en þetta eru ekki peningar sem þurfa að koma sama daginn," segir Geir. Hann segist ekki búast við því að tafirnar sem hafi orðið á afgreiðslu á láninu frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum hafi áhrif á önnur lán. Þá ítrekar Geir að þeir 6 milljarðar bandaríkjadala sem verða teknir að láni séu ekki lán til eyðslu heldur sé lánið hugsað til þess að koma krónunni á flot. Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira
Geir Haarde forsætisráðherra segist ekki gera ráð fyrir því að atvinnuleysi geti farið í 10% hér í lok næsta árs eins og spá Seðlabankans geri ráð fyrir. „Það er nú hlutur sem við munum gera allt til að afstýra. Það er reyndar miklu hærri tala en við höfum séð í þessu, þannig að ég þarf nú að gera athugasemd við það," segir Geir. Geir segir að spá Seðlabankans sé svartari en hann hafði reiknað með. Hann segir von á annarri spá frá fjármálaráðuneytinu og að Alþýðusamband Íslands hafi birt sínar horfur. „Við vitum það vel að það er að verða hérna mikið efnahagslegt áfall, með miklu falli á þjóðarframleiðslunni sem hefur mikil áhrif á afkomu ríkissjóðs, atvinnuleysistölurnar og verðbólguna. En þetta mun breytast og það segir líka í öllum þessum spám að um leið og við munum koma fót að nýju undir krónuna með nýju gengi að þá gengur verðbólgan hratt niður og þá fara aðrir hlutir að ske," segir Geir. Hann segist búast við því að strax á árinu 2010 verði hægt að sjá nýja stöðu þar sem framleiðslan eykst, störfum fjölgi og tekjur ríkisins aukist. Forsendan fyrir þessu öllu sé hins vegar að klára þau mál sem eru nú á borði ríkisstjórnarinnar. Geir segir að afgreiðsla Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á lánsumsókn Íslendinga sé ekki í neinni pattstöðu. Peningar frá Norðurlöndunum þurfi ekki að vera fastir í hendi heldur einhverskonar fyrirheit um að þeir muni koma. „Aðalmálið fyrir þá sem ætla að lána okkur er að við erum í góðu samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og það er lögð fram hérna trúverðug efnahagsáætlun," segir Geir um stöðuna. Hann hefur áður sagt að ástæðan fyrir því að afgreiðsla sjóðsins á málinu hefði dregist vegna þess að fjármögnun frá Norðurlöndunum væri ekki lokið. „Við þurfum að fá 6 milljarða bandaríkjadollara, en þetta eru ekki peningar sem þurfa að koma sama daginn," segir Geir. Hann segist ekki búast við því að tafirnar sem hafi orðið á afgreiðslu á láninu frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum hafi áhrif á önnur lán. Þá ítrekar Geir að þeir 6 milljarðar bandaríkjadala sem verða teknir að láni séu ekki lán til eyðslu heldur sé lánið hugsað til þess að koma krónunni á flot.
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira