Innlent

Mikil reiði á borgarafundi í Iðnó

Fullt var út úr dyrum á borgarafundi í Iðnó sem var að ljúka fyrir stundu. Þingmenn frá öllum flokkum létu sjá sig á fundinum og greinilegt var að fólki var heitt í hamsi. Enginn formaður stjórnmálaflokks lét sjá sig að Ómari Ragnarssyni frá Íslandshreyfingunni undanskildnum og Steingrími J Sigfússyni formanni Vg.

Eins og fyrr segir var mikil reiði í fólki og krafa um svör. Almenningi finnst hann greinilega órétti beittur. Fyrir utan Iðnó voru mótmælendur að safnast saman og byrgja sig upp af mótmælaspjöldum, síðan verður haldið niður á Austurvöll þar sem ástandinu verður mótmælt undir styrkri fundarstjórn Harðar Torfasonar tónlistarmanns.

Ágúst Ólafur Ágústsson varaformaður Samfylkingarinnar og fleiri staðfestu á fundinum að búið væri að leita til kínverja um lhugsanlega lánveitingu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×