Innlent

Alþingishúsið grýtt með eggjum - aðsúgur gerður að lögreglu

Lögreglan segir að á fjórða þúsund manns sé samankominn á Austurvelli að mótmæla ástandinu. Að sögn sjónarvotta var aðsúgur gerður að lögreglunni auk þess sem eggjum rigndi yfir Alþingishúsið.

Einn mótmælandi sá sig knúinn til þess að flagga Bónusfánanum á Alþingishúsið en sá aðili var handtekinn.

Mótmælafundurinn er sá allra fjölmennasti en vikulegur mótmælafundur hefur verið á Austurvelli undanfarið.











Mikil læti voru á Austurvelli í dagMYND/STÖÐ2
MYND/STÖÐ 2



Fleiri fréttir

Sjá meira


×