Segir Davíð Oddsson hafa hótað því að taka Kaupþing niður 8. nóvember 2008 12:24 Sigurður Einarsson Sigurður Einarsson fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings segir að þeim Davíði Oddssyni hafi lent illilega saman á fundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington í fyrra. Davíð hafi meðal annars hótað Sigurði að taka bankann niður ef þeir hættu ekki við umsókn sína um að fá að gera upp í evrum. Hann segir samskipti Seðlabankans við yfirstjórn Kaupþings hafa snarminnkað eftir að Davíð varð seðlabankastjóri. Sigurður segist hafa fundið fyrir óvild Davíðs í garð Kaupþings frá árinu 1997 þegar fjárfestingarbanki atvinnulífsins var seldur. „Sú óvild hefur verið viðvarandi allar götur síðan," sagði Sigurður og bætti því við að mjög óþægilegt hefði verið að reka stærsta banka landsins og hafa það á tilfinningunni „að öllum brögðum sé beitt til þess að koma á manni höggi, og að sú ágjöf komi frá æðstu mönnum þjóðarinnar." Sigurður sagðist hafa ýmsilegt fyrir sér í því og sagði að Kaupþingsmönnum hefði alltaf fundist sérkennilegt að Davíð hefði verið skipaður seðlabankastjóri eftir það sem á undan var gengið. Nægir þar að nefna gjörninginn þegar Davíð tók út allt sparifé sitt úr Búnaðarbankanum, en þá var hann forsætisráðherra landsins. Björn Ingi sagðist síðan hafa heimildir fyrir því að Sigurði og Davíð hefði lent saman á fundi alþjóðagjaldeyrissjóðnum í Washington. „Úr því þú spyrð, þá get ég staðfest að það er rétt," sagði Sigurður og bætti við að samskipti seðlabankans og yfirstjórnar Kaupþings hefði snarminnkað við þetta. Sigurður sagði að hluti af rifrildinu hefði snúið að því að Kaupþing hafði á þessum tíma lagt inn umsókn um að fá að gera upp í evrum. „Ég hef nú ekki mikla löngun í að vitna í svona samtöl en hann lét mjög óþægileg orð falla," sagði Sigurður sem staðfesti að Davíð hefði m.a hótað því að „taka þá niður" eins og hann orðaði það. „Mér var auðvitað mjög brugðið og ræddi þetta við mína nánustu samstarfsmenn." Aðspurður hvort þetta hefði verið ástæða þess að þeir hefðu hætt við að sækja um að fá að gera upp í evrum sagði Sigurður það hafa mætt mikill andstöðu í Seðlabanknaum og sú andstaða hefði verið byggð á mjög misráðandi rökum. „Við vorum jafnframt kallaðir ítrekað á fund í fjármálaráðuneytinu. Við töldum síðan að það væri ekki við hæfi að við værum í átökum við Seðlabankann og fjármálaráðuneytið. Fjármálaráðherra sagði að hann vildi síður þurfa að úrskurða í þessu máli og því drógum við umsókina til baka." Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Sjá meira
Sigurður Einarsson fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings segir að þeim Davíði Oddssyni hafi lent illilega saman á fundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington í fyrra. Davíð hafi meðal annars hótað Sigurði að taka bankann niður ef þeir hættu ekki við umsókn sína um að fá að gera upp í evrum. Hann segir samskipti Seðlabankans við yfirstjórn Kaupþings hafa snarminnkað eftir að Davíð varð seðlabankastjóri. Sigurður segist hafa fundið fyrir óvild Davíðs í garð Kaupþings frá árinu 1997 þegar fjárfestingarbanki atvinnulífsins var seldur. „Sú óvild hefur verið viðvarandi allar götur síðan," sagði Sigurður og bætti því við að mjög óþægilegt hefði verið að reka stærsta banka landsins og hafa það á tilfinningunni „að öllum brögðum sé beitt til þess að koma á manni höggi, og að sú ágjöf komi frá æðstu mönnum þjóðarinnar." Sigurður sagðist hafa ýmsilegt fyrir sér í því og sagði að Kaupþingsmönnum hefði alltaf fundist sérkennilegt að Davíð hefði verið skipaður seðlabankastjóri eftir það sem á undan var gengið. Nægir þar að nefna gjörninginn þegar Davíð tók út allt sparifé sitt úr Búnaðarbankanum, en þá var hann forsætisráðherra landsins. Björn Ingi sagðist síðan hafa heimildir fyrir því að Sigurði og Davíð hefði lent saman á fundi alþjóðagjaldeyrissjóðnum í Washington. „Úr því þú spyrð, þá get ég staðfest að það er rétt," sagði Sigurður og bætti við að samskipti seðlabankans og yfirstjórnar Kaupþings hefði snarminnkað við þetta. Sigurður sagði að hluti af rifrildinu hefði snúið að því að Kaupþing hafði á þessum tíma lagt inn umsókn um að fá að gera upp í evrum. „Ég hef nú ekki mikla löngun í að vitna í svona samtöl en hann lét mjög óþægileg orð falla," sagði Sigurður sem staðfesti að Davíð hefði m.a hótað því að „taka þá niður" eins og hann orðaði það. „Mér var auðvitað mjög brugðið og ræddi þetta við mína nánustu samstarfsmenn." Aðspurður hvort þetta hefði verið ástæða þess að þeir hefðu hætt við að sækja um að fá að gera upp í evrum sagði Sigurður það hafa mætt mikill andstöðu í Seðlabanknaum og sú andstaða hefði verið byggð á mjög misráðandi rökum. „Við vorum jafnframt kallaðir ítrekað á fund í fjármálaráðuneytinu. Við töldum síðan að það væri ekki við hæfi að við værum í átökum við Seðlabankann og fjármálaráðuneytið. Fjármálaráðherra sagði að hann vildi síður þurfa að úrskurða í þessu máli og því drógum við umsókina til baka."
Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Sjá meira