Stærstu mistökin voru að fara ekki úr landi 8. nóvember 2008 15:32 Hreiðar Már og Sigurður Einarsson koma af fundi forsætisráðherra í stjórnarráðinu. Sigurður Einarsson fyrrum stjórnarformaður Kaupþings segir stjórn Seðlabanka Íslands gjörsamlega hafa brugðist þegar ekkert var gert eftir að nefnd sem hann var formaður skilaði af sér skýrslu árið 2003. Þar var varað við ástandinu en ekkert var að gert. Þetta sagði Sigurður í viðtali við Markaðinn á Stöð 2 í morgun. Sigurður segir að árið 2003 hafi verið sett á laggirnar nefnd til þess að efla fjármálastarfsemi á Íslandi. Sigurður var formaður nefndarinnar og kynnti niðurstöðu skýrslunnar á opnum fundi þar sem forsætisráðherra hefði m.a mært störf nefndarinnar. Megin niðurustöður skýrslunnar voru þær að auka þyrfti gjaldeyrisvaraforða þjóðarinnar og styrkja innviði þjóðfélagsins vegna örrar stækkunnar fjármálastarfseminnar hér á landi. Sigurður segir að á undanförnum árum hafi Kaupþingsmenn reynt að draga mjög úr rekstri bankans hér á landi. „Eftir á að hyggja voru kannski stærstu mistökin að flytja ekki höfuðstöðvarnar úr landi, úr myntsvæði íslensku krónunnar. Það er algjörlega ljóst að hún ber ekki uppi svona starfsemi," sagði Sigurður sem bætti því þó við að á sama tíma hefði bankinn verið stoltur yfir því að byggja upp starfsemina í Reykjavík og útvega fjölda fólks vinnu og koma með skatttekjur inn í landið. Sigurður segir að töluverðar umræður hafi átt sér stað innan bankans um að semja við NIBC bankann í Hollandi um að yfirtaka rekstur bankans sem þá yrðir skráður í Holland. „Þá hefðu ekki verið neinar líkur á því að bankinn færi í þrot. Þetta voru stærstu mistökin sem við gerðum." Sigurður sagði einnig að ákvörðunin um að þjóðnýta Glitni væri algjört lykilatriði í því sem síðar gerist. Hann segir að um leið og þær fréttist bárust Kaupþingsmönnum hefði þeim litist afar illa á blikuna. „Um nóttina hringdi ég síðan í forsætis- og Iðnaðarráðherra og bað þá um að nota ekki þessa aðferðafræði. Það hlaut engann hljómgrunn hjá þeim og okkur fannst skrýtið að við sem stærsti banki landins hefðum ekki verið hafðir með í ráðum." Sigurður sagði á þessum tíma brýnt að veita Glitni tryggt lán með veðum í einhverjum eignum. „Þó að Seðlabankanum hafi ekki fundist það samrýmast þeim reglum sem áður hafði verið unnið eftir. Þetta voru engir venjulegir tímar og það var enginn tími til þess að karpa um það að gæði eignanna væru ekki 100%. Síðan taldi ég að Seðlabankinn og Ríkisstjórnin ætti að kalla hina bankana að borðinu og leysa þetta vandamál í sameiningu. Við vorum að sjálfsögðu til í það." Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Sigurður Einarsson fyrrum stjórnarformaður Kaupþings segir stjórn Seðlabanka Íslands gjörsamlega hafa brugðist þegar ekkert var gert eftir að nefnd sem hann var formaður skilaði af sér skýrslu árið 2003. Þar var varað við ástandinu en ekkert var að gert. Þetta sagði Sigurður í viðtali við Markaðinn á Stöð 2 í morgun. Sigurður segir að árið 2003 hafi verið sett á laggirnar nefnd til þess að efla fjármálastarfsemi á Íslandi. Sigurður var formaður nefndarinnar og kynnti niðurstöðu skýrslunnar á opnum fundi þar sem forsætisráðherra hefði m.a mært störf nefndarinnar. Megin niðurustöður skýrslunnar voru þær að auka þyrfti gjaldeyrisvaraforða þjóðarinnar og styrkja innviði þjóðfélagsins vegna örrar stækkunnar fjármálastarfseminnar hér á landi. Sigurður segir að á undanförnum árum hafi Kaupþingsmenn reynt að draga mjög úr rekstri bankans hér á landi. „Eftir á að hyggja voru kannski stærstu mistökin að flytja ekki höfuðstöðvarnar úr landi, úr myntsvæði íslensku krónunnar. Það er algjörlega ljóst að hún ber ekki uppi svona starfsemi," sagði Sigurður sem bætti því þó við að á sama tíma hefði bankinn verið stoltur yfir því að byggja upp starfsemina í Reykjavík og útvega fjölda fólks vinnu og koma með skatttekjur inn í landið. Sigurður segir að töluverðar umræður hafi átt sér stað innan bankans um að semja við NIBC bankann í Hollandi um að yfirtaka rekstur bankans sem þá yrðir skráður í Holland. „Þá hefðu ekki verið neinar líkur á því að bankinn færi í þrot. Þetta voru stærstu mistökin sem við gerðum." Sigurður sagði einnig að ákvörðunin um að þjóðnýta Glitni væri algjört lykilatriði í því sem síðar gerist. Hann segir að um leið og þær fréttist bárust Kaupþingsmönnum hefði þeim litist afar illa á blikuna. „Um nóttina hringdi ég síðan í forsætis- og Iðnaðarráðherra og bað þá um að nota ekki þessa aðferðafræði. Það hlaut engann hljómgrunn hjá þeim og okkur fannst skrýtið að við sem stærsti banki landins hefðum ekki verið hafðir með í ráðum." Sigurður sagði á þessum tíma brýnt að veita Glitni tryggt lán með veðum í einhverjum eignum. „Þó að Seðlabankanum hafi ekki fundist það samrýmast þeim reglum sem áður hafði verið unnið eftir. Þetta voru engir venjulegir tímar og það var enginn tími til þess að karpa um það að gæði eignanna væru ekki 100%. Síðan taldi ég að Seðlabankinn og Ríkisstjórnin ætti að kalla hina bankana að borðinu og leysa þetta vandamál í sameiningu. Við vorum að sjálfsögðu til í það."
Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira