Bjarni hugðist vega að Valgerði Sverris úr launsátri Jón Hákon Halldórsson skrifar 10. nóvember 2008 21:15 Bjarni Harðarson þingmaður. Bjarni Harðarson þingmaður Framsóknarflokksins og bóksali hugðist senda aðstoðarmanni sínum, Ármanni Inga Sigurðssyni, tölvubréf nú undir kvöld, með beiðni um að senda fjölmiðlamönnum afrit af bréfi til Valgerðar Sverrisdóttur flokksystur hans. Skilaboðin til aðstoðarmannsins voru einföld: „sæll hér er merkilegt bréf ertu til í að búa til anymous netfang og senda þetta úr því á alla fjölmiðla, -b.," segir í bréfinu. Í harðorðu bréfinu, sem undirritað er af tveimur framsóknarmönnum, er Valgerður minnt á ábyrgð hennar við einkavæðingu bankanna. Þá eru gerðar miklar athugasemdir við afstöðu Valgerðar gagnvart Evrópusambandinu. Bjarni hagaði málum ekki betur til en svo að bréfið, sem átti einungis að fara á aðstoðarmann Bjarna og þaðan frá ótilgreindu netfangi yfir á fjölmiðla, fór beint á alla helstu fjölmiðla landsins. Í tölvupósti sem Bjarni sendi síðan sömu fjölmiðlum segir: „ágætu fjölmiðlamenn mér urðu á lítilsháttar mistök áðan við sendingu á bréfi til aðstoðarmanns míns bréf þetta sem átti aðeins að fara milli okkar tveggja lenti óvart á hópsendingarlista fjölmiðla ég vil því vinsamlegast fara þess á leit við ykkur að þið eyðið þessu bréfi og nýtið hvorki efni þess né þessi mistök mín sem urðu til þess að bréfið rataði ranglega í ykkar hendur á nokkurn hátt í miðlum ykkar með kærri kveðju og fyrirfram þökk -b." En tilraun Bjarna til að vega að flokksystur sinni úr launsátri misheppnaðist illa. Smelltu á hlekkinn hér að neðan til að lesa harðort bréf til Valgerðar. Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Fleiri fréttir Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Sjá meira
Bjarni Harðarson þingmaður Framsóknarflokksins og bóksali hugðist senda aðstoðarmanni sínum, Ármanni Inga Sigurðssyni, tölvubréf nú undir kvöld, með beiðni um að senda fjölmiðlamönnum afrit af bréfi til Valgerðar Sverrisdóttur flokksystur hans. Skilaboðin til aðstoðarmannsins voru einföld: „sæll hér er merkilegt bréf ertu til í að búa til anymous netfang og senda þetta úr því á alla fjölmiðla, -b.," segir í bréfinu. Í harðorðu bréfinu, sem undirritað er af tveimur framsóknarmönnum, er Valgerður minnt á ábyrgð hennar við einkavæðingu bankanna. Þá eru gerðar miklar athugasemdir við afstöðu Valgerðar gagnvart Evrópusambandinu. Bjarni hagaði málum ekki betur til en svo að bréfið, sem átti einungis að fara á aðstoðarmann Bjarna og þaðan frá ótilgreindu netfangi yfir á fjölmiðla, fór beint á alla helstu fjölmiðla landsins. Í tölvupósti sem Bjarni sendi síðan sömu fjölmiðlum segir: „ágætu fjölmiðlamenn mér urðu á lítilsháttar mistök áðan við sendingu á bréfi til aðstoðarmanns míns bréf þetta sem átti aðeins að fara milli okkar tveggja lenti óvart á hópsendingarlista fjölmiðla ég vil því vinsamlegast fara þess á leit við ykkur að þið eyðið þessu bréfi og nýtið hvorki efni þess né þessi mistök mín sem urðu til þess að bréfið rataði ranglega í ykkar hendur á nokkurn hátt í miðlum ykkar með kærri kveðju og fyrirfram þökk -b." En tilraun Bjarna til að vega að flokksystur sinni úr launsátri misheppnaðist illa. Smelltu á hlekkinn hér að neðan til að lesa harðort bréf til Valgerðar.
Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Fleiri fréttir Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Sjá meira