Innlent

Sjálfstæðismenn vilja skoða einhliða upptöku annars gjaldmiðils

Guðlaugur Þ. Þórðarson heilbrigðisráðherra vill að málið verði skoðað.
Guðlaugur Þ. Þórðarson heilbrigðisráðherra vill að málið verði skoðað.

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins telja það raunhæfan möguleika að taka upp annan gjaldmiðil einhliða.

„Ég held að við eigum að skoða þá hugmynd af fullri alvöru og ég veit að það er verið að gera það og þetta er bara eitt af þeim verkefnum sem við erum með í fanginu núna og þurfum að spila vel úr," sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, í samtali við Reykjavík síðdegis í dag.

Sigurður Kári Kristjánsson, flokksbróðir Guðlaugs, tekur í sama streng. Hann segir að það sé hugsanlega ódýrara og áhættuminna að taka einhliða upp annan gjaldmiðil, evru, dollara og losna við að setja krónuna á flot með tilheyrandi lántöku. Það eigi ekki að útiloka neina möguleika. „Við getum ekki verið að horfa á einhvern pirring einhverra embættismanna í Brussel. Við verðum fyrst og fremst að horfa á okkar eigin hagsmuni. Og ef að þeir liggja í því að taka upp einhvern annan gjaldmiðil að þá finnst mér að sá möguleiki eigi að koma til skoðunar," sagði Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

Sigurður Kári segir að tónninn í félögum sínum innan Sjálfstæðisflokksins varðandi þetta mál sé ágætur. Menn séu til í að skoða ýmsar leiðir.













Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×