Innlent

Gift virðist orðið eignalaust

Fjárfestingafélagið Gift, sem fór með fjármuni Eignarhaldsfélags Samvinnutrygginga, virðist vera orðið eignalaust þegar eignasafn félagsins í fyrra er skoðað og borið saman við afdrif þeirra eigna upp á síðkastið.

Sérstakt fulltrúaráð skipaði í fyrra skilanefnd í félaginu sem átti að endurgreiða um það bil 50 þúsund fyrrverandi tryggingatökum Samvinnutrygginga hundrað þúsund krónur að meðaltali á mann. Ekkert hefur orðið af þeim endurgreiðslum og sterkar vísbendingar eru um að að svo verði ekki.

Þá átti að stofna öflugan líknar- og menningarsjóð en ekkert hefur bólað á honum. Enn fremur vekur það athygli að eftir að skilanefndin var skipuð til að standa að endurgreiðslunum hefur Gift staðið áfram í fjárfestingum. Meðal annars keypti félagið stóran hlut í Kaupþingi rétt fyrir síðustu áramót en sá hlutur er nú gufaður upp. Stjórnarformaður Giftar sagði af sér fyrir viku og liggur ekki fyrir hvort einhver hefur tekið við því starfi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×