Innlent

IMF tekur lán til Íslands fyrir á miðvikudaginn

Dominique Strauss-Kahn.
Dominique Strauss-Kahn.

Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins tekur lánsumsókn Íslands fyrir á fundi sínum á miðvikudaginn. Dominique Strauss-Kahn, forstjóri sjóðsins, greindi frá þessu á blaðamannafundi í gærkvöldi.

Stauss-Kahn var spurður hvort að þetta þýddi að Íslendingum yrði veitt rúmlega tveggja milljarða dala lán eftir stjórnarfundinn. Hann sagði að málið yrði rætt og ef stjórnin samþykkti umsóknina yrði haldið áfram á þeirri braut sem mörkuð hefði verið með viðræðum Íslendinga og fulltrúa gjaldeyrissjóðsins. Niðurstaða þeirra viðræðna lá fyrir í lok október.

Upphaflega átti stjórn sjóðsins að taka umsóknina fyrir í byrjun nóvember en venga Icesavedeilunnar við Breta og Hollendinga hefur það tafist.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×