Innlent

Ráðinn verði reyndur bankaeftirlitsmaður

Fyrrverandi yfirstjórnendur og helstu hluthafar í yfirteknu bönkunum, sem gerst hafa sekir um afglöp í rekstri eða misnotkun á bönkunum, eiga ekki að gegna sambærilegum störfum næstu þrjú árin, segir meðal annars í viljayfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Undir hana rita Davíð Oddsson seðlabankastjóri og Árni Mathiesen fjármálaráðherra. Þetta kemur fram í DV í dag en blaðið hefur viljayfirlýsinguna undir höndum og er hún dagsett þriðja nóvember. Þar segir enn fremur að ráðinn verði reyndur bankaeftirlitsmaður og muni hann einkum beina sjónum sínum að lánum til tengdra aðila, stórum einstökum áhættum, krosseignatengslum og og hagsmunalegu sjálfstæði eigenda og stjórnenda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×