Innlent

Afsagnahefð innan Framsóknarflokksins

Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.
Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.

,,Það að verða hefð innan Framsóknarflokksins að forystumenn hans fari frá með þessum hætti. Finnur Ingólfsson, Ingibjörg Pálmadóttir, Árni Magnússon, Halldór Ásgrímsson og Jón Sigurðsson fóru öll út úr stjórnmálum með skömmum fyrirvara," segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnamálfræði við Háskóla Íslands, um þá þá ákvörðun Guðna Ágústssonar að hætta sem formaður Framsóknarflokksins.

Baldur segir sérstakt að formaður stjórnmálaflokks segi af sér þingmennsku um leið og hann láti af embætti formanns.

Afsögn Guðna tengist miklum ágreiningi innan Framsóknarflokksins undanfarin ár, að mati Baldurs. Greinilegt sé að á miðstjórnarfundi um helgina hafi hart verið tekist á og forysta flokksins gagnrýnd. Augljóst sé að Guðni hafi tekið til sín því sem þar var sagt.

Í framhaldi á afsögn Guðna telur Baldur enn líklegra en áður að Framsóknarflokkurinn samþykki stefnu á flokksþingi sínu í janúar sem miði að aðildarviðræðum við Evrópusambandið.

Valgerður Sverrisdóttir, sem verið hefur varaformaður flokksins undanfarið ár, tekur við af Guðna sem formaður fram að flokksþingi eftir áramót þegar nýr formaður verður kjörinn.

,,Valgerður fær ákveðin tækifæri til að sanna sig og láta ljós sitt skína en jafnframt mun athygli og gagnrýni á hana aukast innan Framsóknarflokksins því hún var bankamálaráðherra þegar fjármálakerfið var byggt upp og hún tók þátt í því að einkavæða bankanna," segir Baldur.






Tengdar fréttir

Atvinnumálin mikilvægust segir nýr þingmaður Framsóknarflokksins

Eygló Harðardóttir, fyrsti varaþingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi, hyggst taka sæti á Alþingi í stað Guðna Ágústssonar sem sagði af sér þingmennsku og formennsku í Framsóknarflokknum í dag. ,,Staðan er þannig í þjóðfélaginu að enginn getur skorast undan ábyrgð."

Guðni hefði átt að finna nýja foringja

Steingrímur Hermannsson fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins segist hafa áhyggjur af flokknum. Hann segir það þó ekki hafa komið sér á óvart að Guðni Ágústsson hafi sagt af sér formennsku í Framsóknarflokknum í dag.

Guðni lækkar í launum þegar hann fer á eftirlaun

Í frétt Vísis í dag og á Stöð 2 í kvöld var því haldið fram að Guðni Ágústsson, fráfarandi formaður Framsóknarflokksins og fyrrveradni þingmaður, fengi hærri laun á eftirlaunum á næsta ári heldur en hann þiggur í dag. Það er rangt og biður Vísir Guðna afsökunar á því.

Segir hóp á vegum Valgerðar hafa gert aðför að Guðna

Bjarni Harðarson fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins segir afsögn formannsins vera afar slæm tíðindi fyrir flokkinn. Guðni Ágústsson sagði af sér þingmennsku í dag og lét einnig af störfum sem formaður flokksins. Bjarni vissi af ákvörðun Guðna fyrir um hálfum sólarhring og segist styðja hann heilshugar rétt eins og Guðni gerði í síðustu viku, þegar Bjarni sagði af sér þingmennsku.

Sleginn yfir ákvörðun Guðna - Formannsframboð ekki á dagskrá

,,Það er ekki á dagskrá hjá mér að bjóða mig fram til formanns. Auðvitað er maður hálf sleginn yfir þessum atburðum og er ég er að reyna að átta mig á breyttri stöðu," sagði Siv Friðleifsdóttir í samtali við Vísi.

Páll íhugar formannsframboð í Framsókn

Páll Magnússon, bæjarritari í Kópavogi, íhugar nú hvort hann muni gefa kost á sér til formanns Framsóknarflokksins á flokksþingi sem haldið verður í janúar á næsta ári. Ef af verður gæti hann hugsanlega att kappi við fyrrverandi ráðherra sem hann aðstoðaði um tíma.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×