Presti var ekki rétt að skíra barn í trássi við vilja föður Atli Steinn Guðmundsson skrifar 18. nóvember 2008 11:42 MYND/Akureyri.is Sóknarprestur á Akureyri breytti ekki siðferðilega rétt þegar hann skírði sjö ára gamla stúlku að beiðni móður hennar en í trássi við vilja föður hennar í febrúar síðastliðnum. Stúlkan er skráð í kaþólsku kirkjuna eins og móðir hennar og kemur fram í úrskurðinum að prestinum hafi verið kunnugt um það. Foreldrunum var veitt leyfi til lögskilnaðar árið 2004 og býr móðirin á Akureyri en faðirinn á höfuðborgarsvæðinu. Talið var um siðferðisbrot að ræða í skilningi 12. greinar laga númer 78/1997 um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar. Óljós merking hugtaksins siðferðisbrot Áfrýjunarnefnd vísar í einn af eldri úrskurðum sínum, nr. 1/1999, til að skilgreina hugtakið siðferðisbrot sem hefur óljósa merkingu í lagamáli. Segir svo: „Ganga má að því vísu, að siðferðisbrot þurfi ekki að vera refsivert brot að lögum, jafnvel ekki neins konar réttarbrot. Siðferðisbrot þarf ekki heldur að vera svívirðilegt að almenningsáliti. Rétt er að miða við eins konar vísireglu, er veiti úrskurðaraðilum svigrúm til þess að móta og ákvarða eftir siðferðislegum og félagslegum mælikvarða á hverjum tíma, hvað sé siðferðisbrot. Í því efni skiptir verulegu máli, hver staða starfsmannsins er og við hvaða aðstæður hin umdeildu atvik gerast." Úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar hafði áður, með úrskurði sínum frá 7. júlí síðastliðnum, komist að þeirri niðurstöðu að prestinum hafi ekki verið óheimilt að skíra stúlkuna og hafnaði nefndin þeirri kröfu föður stúlkunnar að skírnin yrði úrskurðuð marklaus eða óleyfileg. Stúlkan sem skírnina hlaut var frá fæðingu skráð í sama trúfélag og móðir hennar, kaþólsku kirkjuna, en um það er mælt fyrir í lögum um skráð trúfélög númer 108/1999. Í apríl 2006 var lögheimili stúlkunnar flutt á heimili föður hennar á höfuðborgarsvæðinu og var hún skráð þar til heimilis þegar skírnin átti sér stað á Akureyri í febrúar. Úrskurðurinn Í úrskurðinum kemur fram að móðirin hafi tjáð prestinum að faðir stúlkunnar hefði „sterkar skoðanir á þjóðkirkjunni og skírn". Einnig hafi hún tjáð honum að faðirinn vildi að dóttirin réði þessu sjálf og hafi dóttirin sagst vilja skírast þegar presturinn spurði hana. Engar formlegar eða skriflegar reglur eru í gildi innan þjóðkirkjunnar um skírn og undirbúning hennar en sú hefð er þó í gildi að presti er skylt að skíra barn sé þess óskað af forsjáraðilum. Segir svo í niðurlagi úrskurðarins að presturinn hafi skírt stúlkuna án þess að leita eftir samþykki föður hennar, „þrátt fyrir að presturinn vissi eða mætti vita (1) að kærandi færi með sameiginlega forsjá stúlkunnar ásamt móður hennar, (2) að stúlkan ætti heimili hjá kæranda og hefði þar væntanlega fasta búsetu, (3) að kærandi hefði sterkar skoðanir á þjóðkirkjunni og skírn á hennar vegum, sem varla gætu talist jákvæðar, og (4) að stúlkan og móðir hennar tilheyrðu öðru trúfélagi en þjóðkirkjunni. Við þessar aðstæður lítur áfrýjunarnefnd svo á, með skírskotun til alls þess sem fram kemur í kafla III hér að framan, að prestinum hafi borið siðferðileg skylda til þess að leita eftir samþykki eða í það minnsta afstöðu kæranda sem föður stúlkunnar, áður en hún var skírð." Von á úrbótum að sögn biskupsstofu „Hvorki lög né reglugerðir, innan kirkjunnar eða utan, voru alveg skýr um þetta atriði en þegar í vor var í undirbúningi að bæta úr því," segir Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir, verkefnisstjóri upplýsingasviðs biskupsstofu. „Við erum að endurskoða innri mál kirkjunnar og á það við um alls konar atriði sem snerta helgihaldið og athafnir innan kirkjunnar, meðal annars skírnina. Þetta var lagt fyrir prestastefnu í sumar og kirkjuþing í haust og prestastefna óskaði eftir því að ræða málið áfram næsta vor," segir Steinunn enn fremur. Hún segir að reiknað sé með því að gengið verði frá málinu á Kirkjuþingi næsta haust. Meðal annars sé í þeim reglum, sem í bígerð eru, að finna ákvæði sem kveði á um að tryggt sé að leitað verði eftir afstöðu beggja foreldra. Með því sé verið að tryggja að atvik á borð við þetta endurtaki sig ekki auk þess sem biskup hafi á síðustu prestastefnu, þegar hann kynnti innri mál kirkjunnar, hvatt presta sérstaklega til að leita álits beggja foreldra. Ekki náðist í sóknarprestinn til að leita álits hans þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Sjá meira
Sóknarprestur á Akureyri breytti ekki siðferðilega rétt þegar hann skírði sjö ára gamla stúlku að beiðni móður hennar en í trássi við vilja föður hennar í febrúar síðastliðnum. Stúlkan er skráð í kaþólsku kirkjuna eins og móðir hennar og kemur fram í úrskurðinum að prestinum hafi verið kunnugt um það. Foreldrunum var veitt leyfi til lögskilnaðar árið 2004 og býr móðirin á Akureyri en faðirinn á höfuðborgarsvæðinu. Talið var um siðferðisbrot að ræða í skilningi 12. greinar laga númer 78/1997 um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar. Óljós merking hugtaksins siðferðisbrot Áfrýjunarnefnd vísar í einn af eldri úrskurðum sínum, nr. 1/1999, til að skilgreina hugtakið siðferðisbrot sem hefur óljósa merkingu í lagamáli. Segir svo: „Ganga má að því vísu, að siðferðisbrot þurfi ekki að vera refsivert brot að lögum, jafnvel ekki neins konar réttarbrot. Siðferðisbrot þarf ekki heldur að vera svívirðilegt að almenningsáliti. Rétt er að miða við eins konar vísireglu, er veiti úrskurðaraðilum svigrúm til þess að móta og ákvarða eftir siðferðislegum og félagslegum mælikvarða á hverjum tíma, hvað sé siðferðisbrot. Í því efni skiptir verulegu máli, hver staða starfsmannsins er og við hvaða aðstæður hin umdeildu atvik gerast." Úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar hafði áður, með úrskurði sínum frá 7. júlí síðastliðnum, komist að þeirri niðurstöðu að prestinum hafi ekki verið óheimilt að skíra stúlkuna og hafnaði nefndin þeirri kröfu föður stúlkunnar að skírnin yrði úrskurðuð marklaus eða óleyfileg. Stúlkan sem skírnina hlaut var frá fæðingu skráð í sama trúfélag og móðir hennar, kaþólsku kirkjuna, en um það er mælt fyrir í lögum um skráð trúfélög númer 108/1999. Í apríl 2006 var lögheimili stúlkunnar flutt á heimili föður hennar á höfuðborgarsvæðinu og var hún skráð þar til heimilis þegar skírnin átti sér stað á Akureyri í febrúar. Úrskurðurinn Í úrskurðinum kemur fram að móðirin hafi tjáð prestinum að faðir stúlkunnar hefði „sterkar skoðanir á þjóðkirkjunni og skírn". Einnig hafi hún tjáð honum að faðirinn vildi að dóttirin réði þessu sjálf og hafi dóttirin sagst vilja skírast þegar presturinn spurði hana. Engar formlegar eða skriflegar reglur eru í gildi innan þjóðkirkjunnar um skírn og undirbúning hennar en sú hefð er þó í gildi að presti er skylt að skíra barn sé þess óskað af forsjáraðilum. Segir svo í niðurlagi úrskurðarins að presturinn hafi skírt stúlkuna án þess að leita eftir samþykki föður hennar, „þrátt fyrir að presturinn vissi eða mætti vita (1) að kærandi færi með sameiginlega forsjá stúlkunnar ásamt móður hennar, (2) að stúlkan ætti heimili hjá kæranda og hefði þar væntanlega fasta búsetu, (3) að kærandi hefði sterkar skoðanir á þjóðkirkjunni og skírn á hennar vegum, sem varla gætu talist jákvæðar, og (4) að stúlkan og móðir hennar tilheyrðu öðru trúfélagi en þjóðkirkjunni. Við þessar aðstæður lítur áfrýjunarnefnd svo á, með skírskotun til alls þess sem fram kemur í kafla III hér að framan, að prestinum hafi borið siðferðileg skylda til þess að leita eftir samþykki eða í það minnsta afstöðu kæranda sem föður stúlkunnar, áður en hún var skírð." Von á úrbótum að sögn biskupsstofu „Hvorki lög né reglugerðir, innan kirkjunnar eða utan, voru alveg skýr um þetta atriði en þegar í vor var í undirbúningi að bæta úr því," segir Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir, verkefnisstjóri upplýsingasviðs biskupsstofu. „Við erum að endurskoða innri mál kirkjunnar og á það við um alls konar atriði sem snerta helgihaldið og athafnir innan kirkjunnar, meðal annars skírnina. Þetta var lagt fyrir prestastefnu í sumar og kirkjuþing í haust og prestastefna óskaði eftir því að ræða málið áfram næsta vor," segir Steinunn enn fremur. Hún segir að reiknað sé með því að gengið verði frá málinu á Kirkjuþingi næsta haust. Meðal annars sé í þeim reglum, sem í bígerð eru, að finna ákvæði sem kveði á um að tryggt sé að leitað verði eftir afstöðu beggja foreldra. Með því sé verið að tryggja að atvik á borð við þetta endurtaki sig ekki auk þess sem biskup hafi á síðustu prestastefnu, þegar hann kynnti innri mál kirkjunnar, hvatt presta sérstaklega til að leita álits beggja foreldra. Ekki náðist í sóknarprestinn til að leita álits hans þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Sjá meira