Innlent

Útilokar ekki endurkomu Davíðs

Hannes Hólmsteinn Gissurarson.
Hannes Hólmsteinn Gissurarson.

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, stjórnmálaprófessor, útilokar ekki endurkomu Davíðs Oddssonar, seðlabankastjóra, á vettvang stjórnmálanna. Hannes var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni fyrr í dag. Mörður Árnason, fyrrum þingmaður Samfylkingarinnar, sagði að Davíð væri nú þegar þátttakandi í stjórnmálum.

Hannes segist ekki hafa séð fyrir bankahrunið. Hann segist heldur ekki hafa séð fyrir hrun Berlínarmúrsins eða árásina á Tvíburaturnanna. Hvoru tveggja hafi gjörbreytt heimsmyndinni. ,,Ég veit ekki hvað á eftir að gerast eftir tvö eða þrjú ár," sagði hann aðspurður hvort að Davíð ætti að snúa aftur í stjórnmálin.

Hannes telur að það hafi verið gæfa fyrir þjóðina að hafa Davíð við stjórn Seðlabankans. ,,Ég held að það hafi verið gæfa fyrir þjóðina að slíkur reyndur stjórmálamaður og þjálfaður eins og Davíð var þarna en ekki nauðsynlega einhver maður sem er góður í að reikna út formúlur og er með gott hagfræðipróf. Maður sem hefur yfirsýn yfir þetta."

Þá beindi Hannes því til Samfylkingarinnar að reka málflutnning sinn á stefnumálum en ekki andúð á einum manni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×