Innlent

Telja ólíklegt að vantrauststillaga verði samþykkt

MYND/GVA

Alþingi fjallar í dag um vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar á ríkisstjórnina. Ólíklegt þykir að tillagan verði samþykkt.

Umræða um tillöguna hefst á Alþingi klukkan hálftvö og stendur í fimm klukkustundir. Atkvæðagreiðsla hefst að umræðu lokinni um klukkan hálfsjö í kvöld. Í tillögunni, sem formenn stjórnarandstöðuflokkanna leggja fram, er lagt til að Alþingi lýsi vantrausti á ríkisstjórnina, þing verði rofið fyrir áramót og í kjölfarið boðað til kosninga.

Arnbjörg Sveinsdóttir, formaður þingflokks sjálfstæðismanna segir ekki tímabært að boða til kosninga. Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra og Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra hafa lýst því yfir að þau vilji boða til kosninga fyrr heldur en seinna. Arnbjörg segir að yfirlýsingarnar hafi ekki veikt stjórnarsamstarfið og telur útilokað að tillagan verði samþykkt.

Lúðvík Bergvinsson, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, segir einnig ólíklegt að tillagan verði samþykkt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×