Innlent

Troðfullt Háskólabíó - Flestir ráðherra mættir

Þétt setinn bekkurinn í Háskólabíó.
Þétt setinn bekkurinn í Háskólabíó. MYND/Egill

Háskólabíó er þéttsetið og komast miklu færri að en vilja inn í salinn. Klukkan átta hefst í bíóinu borgarafundur þar sem alþingismenn og fleiri embættismenn hvattir til að mæta og svara spurningum. Sex ráðherrar eru mættir og sitja þeir í pallborði á sviðinu. Anddyri hússins er einnig troðfullt en þar getur fólk fylgst með fundinum á sjónvarpsskjám.

Þeir ráðherrar sem sitja fundinn eru: Geir H. Haarde, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Össur Skarphéðinsson, Árni M. Mathiesen, Kristján L. Möller, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Einar K. Guðfinnsson.

Á fundinn vantar þau Jóhönnu Sigurðardóttur, Björgvin G. Sigurðsson, Björn Bjarnason og Guðlaug Þór Þórðarson.

Um þrjátíu þingmenn eru einnig mættir á fundinn.

Fundurinn er einnig í beinni útsendingu í Ríkissjónvarpinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×