Innlent

Steingrímur: „Éttann sjálfur!“

Steingrímur J. Sigfússon.
Steingrímur J. Sigfússon.

Steingrímur J. Sigfússon formaður VG, brást ókvæða við þegar Björn Bjarnason sakaði hann um að standa í vegi fyrir því að nefnd verði skipuð til að rannsaka bankahrunið og ástæður þess. Steingrímur sakaði Björn um að fara með þvætting og að því búnu gekk hann að Geir Haarde og virtist ýta við honum þrívegis.

Björn sagði í ræðu sinni að það væri skrítið að heyra málflutning VG á þá leið að tafist hefði að skipa rannsóknarnefndina, þegar allir vissu að það væri Steingrímur J. Sigfússon sjálfur sem helst stæði í veginum fyrir því að nefndin kæmist á legg með „sínum fyrirvörum og sinni afstöðu".

„Þetta er þvættingur. Þetta er ómáefnalegt. Éttann sjálfur," kallaði Steingrímur þá fram í þannig að forseti þingsins bað hann um að gæta orða sinna. Að því búnu gekk Steingrímur að forsætisráðherra og spurði hvort hann stæði fyrir þessu og ekki varð betur séð en að hann hafi ýtt við honum.

Hægt er að sjá upptöku af atvikinu hér.









Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×