Nemar í HR óánægðir með samnemanda sinn 26. nóvember 2008 22:50 Ræða Katrínar fer fyrir brjóstið á sumum nemendum Háskólans í Reykjavík. Katrín Oddsdóttir, laganemi í Háskólanum í Reykjavík, vakti athygli síðastliðinn laugardag þegar hún hélt kraftmikla ræðu á mótmælafundi á Austurvelli. Þar fór Katrín ekki í grafgötur með álit sitt á núverandi ríkisstjórn og má segja að hún hafi boðað byltingu ef stjórnvöld taki sig ekki saman í andlitinu á næstunni. Á heimasíðu háskólans er frétt um framgöngu Katrínar og er ræðan meðal annars birt. Þetta eru sumir nemar skólans ekki ánægðir með og hefur verið stofnuð Facebook síða þar sem skólayfirvöld eru hvött til að taka fréttina af framgöngu Katrínar niður. Um hundrað manns hafa skráð sig á síðuna. Yfirlýsing nemanna er hér fyrir neðan í heild sinni: „Við, nemendur Háskólans í Reykjavík, skorum hér með á Háskólann í Reykjavík að fjarlægja ræðu Katrínar Oddsdóttur af heimasíðu Háskólans í Reykjavík. Lagarök í ræðu Katrínar sem flutt var 22.nóvember sl. eiga sér ekki stoð í raunveruleikanum og langt frá því að vera í nokkru samræmi við það sem kennt er við skólann. Mikilvægt er svo laganámið og þá sérstaklega kennsla í stjórnskipunarrétti við Háskólann í Reykjavík haldi trúverðugleika sínum sem ,,metnaðarfullt og nútímalegt laganám" að skólinn fjarlægi frétt um ræðuhöld hennar af heimasíðu skólans. Að sama skapi finnst okkur með öllu óásættanlegt að Háskólinn í Reykjavík stæri sig af, á forsíðu heimasíðu skólans, ummælum Katrínar sem hótar ofbeldi og valdaráni í ræðu sinni. En þar kemst hún að sama skapi að þeirri niðurstöðu að valdarán sé ekki brot á lögum. Teljum við það skóla okkar ekki til sóma að fjalla um ræðu hennar á heimasíðu skólans og krefjumst þess að færslan verði fjarlægð." Facebook síðan er hér. Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Fleiri fréttir Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Sjá meira
Katrín Oddsdóttir, laganemi í Háskólanum í Reykjavík, vakti athygli síðastliðinn laugardag þegar hún hélt kraftmikla ræðu á mótmælafundi á Austurvelli. Þar fór Katrín ekki í grafgötur með álit sitt á núverandi ríkisstjórn og má segja að hún hafi boðað byltingu ef stjórnvöld taki sig ekki saman í andlitinu á næstunni. Á heimasíðu háskólans er frétt um framgöngu Katrínar og er ræðan meðal annars birt. Þetta eru sumir nemar skólans ekki ánægðir með og hefur verið stofnuð Facebook síða þar sem skólayfirvöld eru hvött til að taka fréttina af framgöngu Katrínar niður. Um hundrað manns hafa skráð sig á síðuna. Yfirlýsing nemanna er hér fyrir neðan í heild sinni: „Við, nemendur Háskólans í Reykjavík, skorum hér með á Háskólann í Reykjavík að fjarlægja ræðu Katrínar Oddsdóttur af heimasíðu Háskólans í Reykjavík. Lagarök í ræðu Katrínar sem flutt var 22.nóvember sl. eiga sér ekki stoð í raunveruleikanum og langt frá því að vera í nokkru samræmi við það sem kennt er við skólann. Mikilvægt er svo laganámið og þá sérstaklega kennsla í stjórnskipunarrétti við Háskólann í Reykjavík haldi trúverðugleika sínum sem ,,metnaðarfullt og nútímalegt laganám" að skólinn fjarlægi frétt um ræðuhöld hennar af heimasíðu skólans. Að sama skapi finnst okkur með öllu óásættanlegt að Háskólinn í Reykjavík stæri sig af, á forsíðu heimasíðu skólans, ummælum Katrínar sem hótar ofbeldi og valdaráni í ræðu sinni. En þar kemst hún að sama skapi að þeirri niðurstöðu að valdarán sé ekki brot á lögum. Teljum við það skóla okkar ekki til sóma að fjalla um ræðu hennar á heimasíðu skólans og krefjumst þess að færslan verði fjarlægð." Facebook síðan er hér.
Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Fleiri fréttir Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Sjá meira