Rúmlega hundrað sagt upp og verslunum lokað hjá Húsasmiðjunni 26. nóvember 2008 21:20 Steinn Logi Björnsson, forstjóri Húsasmiðjunnar. Húsasmiðjan hefur sagt upp rúmlega 100 starfsmönnum sínum og ákveðið hefur verið að loka tveimur verslunum fyrirtækisins á höfuðborgarsvæðinu. Þetta var tilkynnt á starfsmannafundum í kvöld. Steinn Logi Björnsson, forstjóri Húsasmiðjunnar segir ástandið á byggingavörumarkaði afar slæmt og að það eigi eftir að versna enn frekar. Hann segist þó vongóður um að Húsasmiðjan standi þetta af sér. „Við erum að bregast við miklum samdrætti í sölu á byggingavörum. Eftir að bankarnir hrundu brást fjármögnun til stórra verka. Það er farið að hafa áhrif á eftirspurn og það á bara eftir að versna," segir Steinn Logi og bætir við að gengisþróunin hafi einnig haft áhrif til hins verra á framlegð fyrirtækisins. Hann segir að um 20 prósentum starfsmanna hafi verið sagt upp. „Þetta eru hundrað fastir starfsmenn í fullu starfi en síðan verða einnig uppsagnir á fólki sem hefur verið í hlutastörfum þannig að ég hef metið það sem svo að þettu séu um fimmtán til tuttugu prósent starfsmanna sem við þurfum að segja upp þegar allt er talið," segir hann. „Aðgerðin felst í því að við erum að endurskipuleggja starfssemina á höfuðborgarsvæðinu. Við styrkjum verslanir okkar í Skútuvoginum og í Grafarholti en lokum tveimur öðrum, pípulagnadeildinni í Skútuvogi og verslun okkar í Ögurhvarfi. Við munum líka minnka starfssemina í Súðarvogi en efla timburdeildirnar í hinum verslununum." Hann segir engar launalækkanir fyrirhugaðar hjá Húsasmiðjunni fyrir utan að laun forstjóra og framkvæmdastjóra verði lækkuð. Steinn segir ástandið afar slæmt í þessum geira. „Þegar áhrifin af samdrætti í byggingariðnaði verða að fullu komin fram á næstu mánuðum mun ástandið bara versna. Ofan á það bætist að gengisáhættan er gífurleg og óvissan mikil. En ég held að við munum standa þetta af okkur og markmiðið með þessum aðgerðum er að gera það. En það munu ekki öll fyrirtæki standa þetta af sér, en við ætlum að vera eitt af þeim," segir Steinn Logi. Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira
Húsasmiðjan hefur sagt upp rúmlega 100 starfsmönnum sínum og ákveðið hefur verið að loka tveimur verslunum fyrirtækisins á höfuðborgarsvæðinu. Þetta var tilkynnt á starfsmannafundum í kvöld. Steinn Logi Björnsson, forstjóri Húsasmiðjunnar segir ástandið á byggingavörumarkaði afar slæmt og að það eigi eftir að versna enn frekar. Hann segist þó vongóður um að Húsasmiðjan standi þetta af sér. „Við erum að bregast við miklum samdrætti í sölu á byggingavörum. Eftir að bankarnir hrundu brást fjármögnun til stórra verka. Það er farið að hafa áhrif á eftirspurn og það á bara eftir að versna," segir Steinn Logi og bætir við að gengisþróunin hafi einnig haft áhrif til hins verra á framlegð fyrirtækisins. Hann segir að um 20 prósentum starfsmanna hafi verið sagt upp. „Þetta eru hundrað fastir starfsmenn í fullu starfi en síðan verða einnig uppsagnir á fólki sem hefur verið í hlutastörfum þannig að ég hef metið það sem svo að þettu séu um fimmtán til tuttugu prósent starfsmanna sem við þurfum að segja upp þegar allt er talið," segir hann. „Aðgerðin felst í því að við erum að endurskipuleggja starfssemina á höfuðborgarsvæðinu. Við styrkjum verslanir okkar í Skútuvoginum og í Grafarholti en lokum tveimur öðrum, pípulagnadeildinni í Skútuvogi og verslun okkar í Ögurhvarfi. Við munum líka minnka starfssemina í Súðarvogi en efla timburdeildirnar í hinum verslununum." Hann segir engar launalækkanir fyrirhugaðar hjá Húsasmiðjunni fyrir utan að laun forstjóra og framkvæmdastjóra verði lækkuð. Steinn segir ástandið afar slæmt í þessum geira. „Þegar áhrifin af samdrætti í byggingariðnaði verða að fullu komin fram á næstu mánuðum mun ástandið bara versna. Ofan á það bætist að gengisáhættan er gífurleg og óvissan mikil. En ég held að við munum standa þetta af okkur og markmiðið með þessum aðgerðum er að gera það. En það munu ekki öll fyrirtæki standa þetta af sér, en við ætlum að vera eitt af þeim," segir Steinn Logi.
Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira