Innlent

Segir hina ,,ábyrgu" vantreysta þjóðinni fyrir kosningum

Valgerður Bjarnadóttir, varaþingsmaður Samfylkingarinnar og fulltrúi flokksins í stjórn Seðlabankans.
Valgerður Bjarnadóttir, varaþingsmaður Samfylkingarinnar og fulltrúi flokksins í stjórn Seðlabankans.

Hinir ábyrgu sem ekki vilja kosningar telja að fólkið í landinu sé svo vitlaust að því sé ekki treystandi til að kjósa, að mati Valgerðar Bjarnadóttur varaþingsmanns Samfylkingarinnar og fulltrúa flokksins í stjórn Seðlabankans.

,,Þau hin ábyrgu telja að engir flokkar nema Samfylking og Sjálfstæðisflokkur geti fundið lausn á vanda þjóðarinnar. Það kemur kannski ekki á óvart að allt þetta fólk sem telur sig svo ábyrgt er annað hvorhvort í Samfylkingunni eða Sjálfstæðisflokknum og sæmilega miðaldra," segir Valgerður í grein í Morgunblaðinu í dag bætir við að hún sé í Samfylkingunni, sæmilega miðaldra og telji sig ekki vera óábyrga.

Fram eiga að fara kosningar um þær áherslur sem þjóðin vill að gildi í nýju samfélagi sem hún ætlar að byggja upp eftir að ,,kaosin er yfirstaðin," að mati Valgerðar.

Valgerður segir að endurreisnin eigi að varða venjulegt fólk og venjuleg fyrirtæki. ,,Venjulegt fólk er og á að vera áhrifamesta aflið í þjóðfélaginu." Af þeim sökum eigi að bera endurreisnina undir þjóðina.

,,Það á ekki að ákveða hvernig hið nýja þjóðfélag verður á ritstjórnarskrifstofum, ekki í Stjórnarráðinu, hvorki Borgartúni né í Sætúni heldur í kjörklefanum," segir Valgerður að lokum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×