Viðskipti innlent

LÍU vill að einhliða upptaka annars gjaldmiðils verði skoðuð

Stjórn landssambands íslenskra útvegsmanna skorar á stjórnvöld að kanna nú þegar kosti þess að taka einhliða upp annan gjaldmiðil.

Í greinargerð með áskoruninni segir að frá því að horfið var frá fastgengisstefnu árið 2001 hafi gengi krónunnar í raun verið stýrt með háum vöxtum. Gengi krónunnar hafi vegna þessa verið allt of sterkt um margra ára skeið og að endingu leitt til skipbrots peningamálasternunnar.

„Nauðsynlegt er að grípa hratt til aðgerða til þess til að koma á stöðugleika í efnahagslífinu, lækka vexti og afnema gjaldeyrishöft. Koma þarf í veg fyrir að fyrirtæki og heimili komist í þrot vegna hárra vaxta og verðbólgu og afstýra stórfelldu atvinnuleysi," segir í greinargerðinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×