Innlent

Ekki vænlegt að hleypa fólki fyrr á eftirlaun

Það er slæm hugmynd að leyfa fólki að hætta fyrr að vinna, segir Pétur Blöndal alþingismaður. Hann segir breytinguna aðeins myndi hafa áhrif á kjör fólks til hins verra.

Búist er við að atvinnuleysi verði yfir 10% hér á landi í lok næsta árs en síðustu ár hefur það verið innan við 1%. Á undanförnum dögum hafa fjölmargir um og yfir sextugt haft samband við fréttastofu og bent á að þarna úti sé stór hópur sem eigi allt sitt á hreinu og hafi fullan hug og getu til að fara fyrr á eftirlaun. Spurning því hvort ekki væri best að hleypa mönnum fyrr af markaði og koma um leið í leið fyrir atvinnuleysi.

Pétur segir að ríkið gæti ekki komið betur til móts við það fólk sem kysi að hætta fyrr að vinna en áætlað er og undir það taka lífeyrissjóðir sem fréttastofan hefur haft samband við í dag. Tekjur manns skerðast mismunandi mikið eftir því hvenær hann hættir. Ef viðkomandi hættir 62 ára, fær hann um 35% minna en maður sem hættir 67 fær, og munar þar um minna. Ákveði hins vegar viðkomandi að vinna lengur og hætta um sjötugt fær viðkomandi 27% meira en sá 67 ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×