Innlent

Mikil svörun við kvörtunum Sigmundar

Sigmundur Ernir Rúnarsson
Sigmundur Ernir Rúnarsson

Vísir sagði frá því í dag að Sigmundur Ernir Rúnarsson ætti erfitt með að fá viðmælendur í þátt sinn Mannamál. Í margar vikur hefur hann reynt að fá Ingibjörgu Sólrúnu, Björgvin G. Sigurðsson og Össur Skarphéðinsson. Hann sprakk á bloggsíðu sinni í dag þar sem hann sagði frá þessum eltingarleik. Örfáum mínútum síðar byrjuðu símtölin að streyma inn.

„Össur hafði samband og boðaði komu sína. Eins hringdi Árni Matt og Steingrímur J. Það var því mikil svörun," segir Sigmundur og hlær.

Það lítur því allt út fyrir að þáttur Sigmundur næst komandi sunnudag verði í lengra lagi.

„Nei, í alvöru talað þá hefur verið mjög erfitt að fá þetta fólk í þessi lengri pólitísku viðtöl. Á sama tíma og þau segja að upplýsingagjöfin sé ekki nógu mikil þá mæta þau ekki í boðuðu viðtöl."

Sigmundur hlakkar til að fá þessa góðu gesti til sín á sunnudag.








Tengdar fréttir

Segir ráðherrum Samfylkingarinnar éttann sjálfur

Sigmundur Ernir Rúnarsson stjórnandi þáttarins Mannamál er lítt hrifinn af ráðherrum Samfylkingarinnar þessa daga. Sendir hann þeim tóninn á bloggi sínu og segir þeim að "éttan sjálfur" að sið Steingríms J.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×