Fréttaskýring: Hótun Davíðs loksins orðin opinber Friðrik Indriðason skrifar: skrifar 4. desember 2008 09:33 Hótun Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra í garð Geirs Haarde forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins er loksins orðin opinber. Davíð hótar Geir að kljúfa flokkinn ef Geir víkur honum úr sæti seðlabankastjóra. Það hefur vakið furðu margra undanfarnar vikur hvað Geir Haarde hefur þverskallast við að ljá máls á brotthvarfi Davíðs úr Seðlabankanum. Geir hefur ítrekað sagt að slíkt muni ekki gerast „á sinni vakt". Það liggur ljóst fyrir að Davíð Oddsson nýtur alls ekki trausts meðal erlendra fjármálasérfræðinga og bankamanna. Raunar hefur hann verið hafður að háði og spotti í erlendum fjármálatíðindum og ýmsar ákvarðanir hans undanfarnar vikur sagðar bera vott um „tæknilega vankunnáttu og fáfræði um markaðinn". Samt hefur Geir ætíð staðið við bakið á Davíð og sagt að hann beri traust til Davíðs hvað sem hefur verið tautað og raulað. Ástæðan er nú ljós, Geir hefur sett flokkshagsmuni ofar þjóðarhagsmunum. Raunar mátti skilja það sem svo að Geir ætlaði að fara einhverskonar fjallabaksleið að því að losa sig við Davíð. Það er þegar hann tilkynnti um að Fjármálaeftirlitið yrði sameinað Seðlabankanum að nýju. Þá hefði myndast tækifæri til að skipta út yfirstjórn Seðlabankans. Davíð hefur nú svarað þeirri hugmynd. Það vekur einnig athygli með hvaða hætti Davíð gerir hótun sína opinbera. Í viðtali við héraðsfréttablað á Fjóni í Danmörku. Átti að fara hljótt með málið? Geir Haarde hefur sýnt undanfarna tvo mánuði að hann er einhver ákvarðanafælnasti maður landsins . Nú hefur Davíð Oddsson hinsvegar kastað blautri tusku í andlit hans og spurningin er: Mun tuskan hanga þar áfram á vaktinni hans Geirs? Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Sjá meira
Hótun Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra í garð Geirs Haarde forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins er loksins orðin opinber. Davíð hótar Geir að kljúfa flokkinn ef Geir víkur honum úr sæti seðlabankastjóra. Það hefur vakið furðu margra undanfarnar vikur hvað Geir Haarde hefur þverskallast við að ljá máls á brotthvarfi Davíðs úr Seðlabankanum. Geir hefur ítrekað sagt að slíkt muni ekki gerast „á sinni vakt". Það liggur ljóst fyrir að Davíð Oddsson nýtur alls ekki trausts meðal erlendra fjármálasérfræðinga og bankamanna. Raunar hefur hann verið hafður að háði og spotti í erlendum fjármálatíðindum og ýmsar ákvarðanir hans undanfarnar vikur sagðar bera vott um „tæknilega vankunnáttu og fáfræði um markaðinn". Samt hefur Geir ætíð staðið við bakið á Davíð og sagt að hann beri traust til Davíðs hvað sem hefur verið tautað og raulað. Ástæðan er nú ljós, Geir hefur sett flokkshagsmuni ofar þjóðarhagsmunum. Raunar mátti skilja það sem svo að Geir ætlaði að fara einhverskonar fjallabaksleið að því að losa sig við Davíð. Það er þegar hann tilkynnti um að Fjármálaeftirlitið yrði sameinað Seðlabankanum að nýju. Þá hefði myndast tækifæri til að skipta út yfirstjórn Seðlabankans. Davíð hefur nú svarað þeirri hugmynd. Það vekur einnig athygli með hvaða hætti Davíð gerir hótun sína opinbera. Í viðtali við héraðsfréttablað á Fjóni í Danmörku. Átti að fara hljótt með málið? Geir Haarde hefur sýnt undanfarna tvo mánuði að hann er einhver ákvarðanafælnasti maður landsins . Nú hefur Davíð Oddsson hinsvegar kastað blautri tusku í andlit hans og spurningin er: Mun tuskan hanga þar áfram á vaktinni hans Geirs?
Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Sjá meira