Innlent

Menn skilja ekki hugtakið pólitísk ábyrgð

Birgir Hermannsson stjórnmálafræðingur.
Birgir Hermannsson stjórnmálafræðingur.

Birgir Hermannsson stjórnmálafræðingur var gestur í Silfir Egils í dag. Þar talaði hann um pólitíska ábyrgð og hélt því fram að menn myndu ekki skilja hugtakið. Hann sagði bankamálaráðherra bera ábyrgð á hruni bankakerfisins.

„Bankakerfið hrynur og bankamálaráðherrann situr. Það dettur ekki nokkrum manni í huga að halda því fram að hann persónulega hafi orsakað hrunið en þettta er hans málefnasvið. Pólitísk ábyrgð er ekki lagaleg ábyrgð, en þegar allt kemur til alls þá ber hann pólitískt ábyrgð á málinu," sagði Birgir.

Hann sagði einnig að stjórnarandstaðan kynni ekki að fóta sig í málinu þar sem hún hefði ekki sagt neitt af viti. „Pólitísk ábyrgð snýst um það að ef eitthvað misferst á þínu sviði þá verða forsætisráðherra eða formaður flokksins að sjá til þess að þú víkir. Burt séð frá því hvort þú hafir gert eitthvað saknæmt. Menn skilja ekki hugtakið pólistísk ábyrgð."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×