Innlent

Fékk viðurkenningu frá Junior Chamber

Örn Elías Guðmundsson (Mugison)
Örn Elías Guðmundsson (Mugison)

Þrír ungir Íslendingar voru heiðraðir af Junior Chamber hreyfingunni á íslandi í gærkvöldi fyrir framúrskarandi störf og árangur í móttöku sem haldin var þeim til heiðurs í Kópavogi.

Þetta voru þau Margrét Lára Viðarsdóttir, knattspyrnukona, Örn Elías Guðmundsson (Mugison), tónlistarmaður og tónskláld, og Víkingur Heiðar Ólafsson, tónlistarmaður.

Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson afhenti þeim sem viðurkenningu gripi smíðaða af Jónasi Braga glerlistamanni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×