Innlent

Sala á hvalkjöti í Japan breytir ekki afstöðu umhverfisráðherra

Þórunn Sveinbjarnardóttir
Þórunn Sveinbjarnardóttir

Sala á hvalkjöti í Japan breytir ekki afstöðu Þórunnar Sveinbjarnardóttur umhverfisráðherra um að með hvalveiðum væru Íslendingar að fórna meiri hagsmunum fyrir minni. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Um 65 tonn af kjöti af sjö langreyðum sem veiddar voru haustið 2006 voru send til Japans og er komið í dreifingu á markaði. Talsmaður Grænfriðunga í Japan segir að verð á hvalkjöti á Japansmarkaði sé afar hátt.

Í júní kostaði hvert kg af hrefnukjöti um 50 evrur en 80 evrur á langreyðarkjöti. Það er því ljóst að hvalveiðar gætu skilað útflutningstekjum og skapað ný störf hér á landi.

Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands telur ekki að íslenskt kjöt seljist á háu verði eftir langa flutninga og geymslu í frysti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×