Erlent

Ísland á öfundsverða framtíð að mati AGS

Óli Tynes skrifar

Í skýrslu frá starfsmönnum Alþjóða gjaldeyrissjóðsins sem birt var í gær segir að óvenjumikil óvissa sé þessa dagana um efnahagsþróun á Íslandi. Ljóst sé þó að miklu þenslutímabili sé lokið.

Spáð er samdrætti milli áranna 2009 og 2010 og að verðbólga verði vel yfir æskilegum mörkum. Ef lausafjárskortur verði langvarandi geti það valdið miklu álagi.

Lagt er til íhaldssemi í peningastefnu og aðhalds í efnahagsmálum.

Í samantekt í lok skýrslunnar segir að til skamms tíma litið hafi Ísland nóg við að glíma. Framtíðarhorfur landsins séu hinsvegar ennþá öfundsverðar.

Efnahagskerfið hafi oftsinnis sýnt það og sannað að það sé fljótt að ná sér eftir áföll. Atvinnu- og framleiðslumarkaðir séu opnir og sveigjanlegir, skuldir ríkissjóðs séu mjög litlar, lífeyrissjóðir séu sterkir, stofnanir séu heilbrigðar, og gnótt sé af endurnýjanlegum auðlindum sem sé vel stjórnað.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×